Breskar kindur skakkar af hampáti
Bónda nokkrum í Bretlandi þótti göngulag ánna sinni einkennilegt þegar hann átti leið framhjá akri þar sem kindurnar voru á beit. Hann ákvað því að athuga betur hvað væri á seyði.
Rétt innan við girðinguna fann bóndinn sjö stóra plastpoka sem hann hélt í fyrstu að innhéldu afklippur af limgerði sem einhver hefði kasta inn á akurinn. Fljótlega sá hann að í pokunum var mikið magn af fullvöxnum hampi sem hafði verið troðið í pokana og að ærnar höfðu étið talsvert af honum.
Lögreglan sem kom á staðinn áætlaði að í pokunum hefði verið hampur fyrir hátt í milljón króna og að einhver hefði losað sig við hann með hraði. Þrátt fyrir að kindurnar hafi greinilega verið skakar eftir hampátið verðu ekki gefin út kæra gegn þeim.
Ekki er vitið hvort hampurinn hafi áhrif á gæði kjötsins.