Brún egg, spældir neytendur, dýravelferð og skyldur stjórnvalda
Viðskipta- og lagadeildir Háskólans í Reykjavík efna til málstofu á morgun þriðjudag um blekkta neytendur, hugtakið ,,grænþvott“, samfélagsábyrgð, bótarétt, dýravelferð og upplýsingaskyldu stjórnvalda í Brúneggjamálinu.
Málstofan er á morgun þriðjudaginn 6. desember kl. 12:00 -13:00 í stofu V206.
Dagskrá:
Hrært, spælt og steikt. Neytendur og markaðssetning matvæla
- Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild HR.
Lagaumhverfi dýravelferðar
- Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.
Þankar um bótarétt neytenda og upplýsingaskyldur stjórnvalda
- Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild HR.
Hrein egg ─ um grænþvott og ábyrga matvælaframleiðslu
- Ketill Berg Magnússon, aðjúnkt við viðskiptadeild HR og forstöðmaður FESTU, félags um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.
Fundarstjóri er Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði við HR.
Aðgangur er ókeypis og málstofan er öllum opin.