Býflugnarækt kennd í fyrsta sinn við LbhÍ
Á starfsstöð Landbúnaðarháskólans í Reykjum í Ölfusi fer nú fram kennsla í býflugnaræktun.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi áfangi er kenndur í skólanum og er hann skylda á fyrsta ári fyrir nemendur í ylræktarbraut og lífrænni ræktun.
Í áfanganum er farið yfir allt frá sögu býflugnaræktunar, samfélagsgerð, fóðrun og umhirðu, yfir í helstu meindýr og sjúkdóma sem spillt geta býflugnarækt. Einnig er afurðum lýst, nýtingu þeirra og úrvinnslu.
Nánar er fjallað um áfangann og rætt við Úlf Óskarsson, umsjónarmann hans, á vef Landbúnaðarháskólans.