Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Býflugnasníkill blómstrar
Fréttir 26. nóvember 2014

Býflugnasníkill blómstrar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sníkill sem leggst á innyfli býflugna og veldur dauða breiðist út í Evrópu vegna hækkandi meðalhita

Fækkun býflugna víða um heim hefur verið mörgum áhyggjuefni undanfarin ár enda full ástæða til þar sem þær sjá um frjóvgum stórs hluta blómstrandi plantna í heiminum og eru um leið gríðarlega mikilvægar þegar kemur að aldinrækt og aldinframleiðslu.

Áhuga- og fræðimenn um býflugur hafa sett fram ýmsar hugmyndir um hvers vegna býflugur um allan heim drepast í tug og hundruðum miljónum saman á viðhlítandi skýringa. Sumir kenna um loftslagsbreytingum en aðrir óhóflegri notkun skordýraeiturs.

Til að bæta gráu ofan á svart hefur komið í ljós að sníkill, Nosema ceranae, sem leggst á innyfli blýflugna og veldur dauða er farinn að breiðast út með miklum hraða í kjölfar hækkandi meðalhita á jörðinni. Sníkillinn sem er uppruninn á Asíu gerir nú víðreist um heiminn og hefur meðal annars fundist í býflugum á Bretlandseyjum.
 

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...