Býflugnasníkill blómstrar
Sníkill sem leggst á innyfli býflugna og veldur dauða breiðist út í Evrópu vegna hækkandi meðalhita
Fækkun býflugna víða um heim hefur verið mörgum áhyggjuefni undanfarin ár enda full ástæða til þar sem þær sjá um frjóvgum stórs hluta blómstrandi plantna í heiminum og eru um leið gríðarlega mikilvægar þegar kemur að aldinrækt og aldinframleiðslu.
Áhuga- og fræðimenn um býflugur hafa sett fram ýmsar hugmyndir um hvers vegna býflugur um allan heim drepast í tug og hundruðum miljónum saman á viðhlítandi skýringa. Sumir kenna um loftslagsbreytingum en aðrir óhóflegri notkun skordýraeiturs.
Til að bæta gráu ofan á svart hefur komið í ljós að sníkill, Nosema ceranae, sem leggst á innyfli blýflugna og veldur dauða er farinn að breiðast út með miklum hraða í kjölfar hækkandi meðalhita á jörðinni. Sníkillinn sem er uppruninn á Asíu gerir nú víðreist um heiminn og hefur meðal annars fundist í býflugum á Bretlandseyjum.