Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun
Fréttir 14. október 2021

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að fram­kvæmdir hófust þar í fyrrasumar.

Byggingin er nú ­fokheld og innivinna hafin. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun standa að byggingu þjónustumiðstöðvarinnar sem rís í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi.

Byggingin mun hýsa þjón­ustu­miðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 m2.

Byggingin samanstendur af tveimur meginbyggingum sem tengjast saman með miðrými. Önnur byggingin hýsir umsýslu fyrir daglegan rekstur þjóðgarðsins en hin starfsemi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi á hans vegum.

Verktakafyrirtækið Húsheild bauð lægst í byggingu Þjóðgarðs­miðstöðvarinnar í útboði sumarið 2020. Tilboð þess var um 420 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins hljóðaði upp á 475 milljónir króna. Greint er frá gangi mála við bygginguna á vefsíðu Framkvæmdasýslunnar.

Flókið verkefni

Þar kemur einnig fram í máli Ólafs Ragnarssonar, annars eigenda Húsheildar, að framkvæmdir séu jafnvel aðeins á undan áætlun. Hann segir bygginguna einstaklega fallega og þrátt fyrir að vel gangi þá sé verk­efnið flókið. Byggingin sé í laginu eins og skip sem kalli á flókið stálburðarvirki sem kostuðu heilabrot í hönnun, smíði og uppsetningu.
Starfsemi Þjóðgarðsmiðstöðvar­innar getur hafist í hinu nýja húsnæði næsta sumar, en gert er ráð fyrir að verktaki skili húsinu í júní árið 2022.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...