Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Costco fái ekki að flytja inn ófrosið kjöt
Fréttir 3. júlí 2014

Costco fái ekki að flytja inn ófrosið kjöt

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ekki stendur til að breyta lögum um bann við innflutning á hráu kjöti til að liðka fyrir komu smásölukeðjunnar Costco til Íslands.

Bandaríska smásölukeðjan Costco hefur áhuga á að opna stórverslun á Íslandi og hefur í því skyni átt fundi með fulltrúum úr stjórnsýslunni auk þess að senda fjölmörg erindi inn í mismunandi ráðuneyti.
Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fjallað um málefni fyrirtækisins og meðal annars sagt að heimildir væru fyrir því að Costco vildi fá undanþágu frá banni við innflutningi á hráu kjöti. Rætt var við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem sagði að hún gæti lítið tjáð sig um viðræðurnar sem væru á borði margra ráðuneyta. Hún sagði þó eftirfarandi: „Ég sé fyrir mér að við getum látið þetta ganga, það eru augljóslega atriði sem þarf að greiða úr en á meðan þeir sýna þessu eins mikinn áhuga og mér finnst þeir gera erum við á þessum enda tilbúin að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“
Í samtali við Bændablaðið sagði Ragnheiður Elín að hún væri ekki að boða innflutning á hráu kjöti að kröfu Costco. „Það sem ég var að vísa til í þessu viðtali var einfaldlega það að til þess að af komu þessa fyrirtækis megi verða eru ákveðnir hlutir sem þeir óska eftir að við tökum til skoðunar. Ég vil ekki tjá mig um þau atriði sem ekki eru á mínu borði. Almennt er ég mjög hlynnt komu þessa fyrirtækis þegar við erum að horfa á samkeppni í verslun. Ég sé ekki fyrir mér að reglum verði breytt fyrir þetta fyrirtæki eingöngu. Ég er ekki að boða innflutning á hráu kjöti með orðum mínum heldur það að yrði af þessu myndi það leiða til aukinnar samkeppni og aukins vöruúrvals almennt í verslun.“

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...