Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Drónar nýttir í landbúnaði
Fréttir 8. maí 2015

Drónar nýttir í landbúnaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fjarstýrð flygildi, sem flestir þekkja orðið undir heitinu „drónar“, eiga eins og margar tækninýjungar upprunann að rekja til hernaðar. Notkunargildi slíkra tækja er þó miklu meira og sem betur fer oft geðslegra. Nú er það landbúnaðurinn sem farinn er að nýta dróna í sína þágu.

Fjallað var um landbúnaðar­hlutverk dróna á BBC nýverið. Þar er komið inn á síaukna sjálfvirkni í landbúnaði til að auka framleiðni. Þar þekkja Íslendingar kannski best mjaltaþjóna og þvíumlík tæki. Í öðrum löndum er sjálfvirknin komin mun lengra og ekki er orðið óalgengt að sjá á risaökrum fjarstýrðar mannlausar dráttarvélar vinna leiðigjörn störf við t.d. kornskurð. Keyra vélarnar þá eftir GPS-staðsetningarkerfi og vinna fumlaust af meiri nákvæmni en manninum er unnt að vinna verkið. Nú eru það drónarnir sem bændur um víða veröld horfa til af áhuga. Þar sjá drónaframleiðendur líka mikil tækifæri til frekari þróunar slíkra tækja undir formerkjunum nákvæmnis landbúnaður eða „precision agriculture (PA)“. Hefur slíkt líka verið nefnt gervihnatta-landbúnaður vegna notkunar á staðsetningarbúnaði sem byggir á gervihnöttum.

Í frétt BBC er greint frá því að Chris Anderson, fyrrv. ritstjóri Wired magazine, hafi nýlega skipt um starfsvettvang og snúið sér að drónaframleiðslu. Hann hafi t.d. stofnað fyrirtækið 3D Robotics í San Diego, Kaliforníu til að smíða dróna m.a. fyrir bændur í Mexíkó og Bandaríkjunum. Er þeim ætlað að fylgjast vökulum myndavélaaugum með vaxtarhraða, rakastigi og framgangi uppskeru á ökrum bænda. Slíkt eftirlit á síðan að auðvelda mönnum ákvörðun um nákvæma svæðisbundna áburðargjöf og vökvun. Í framhaldinu hafa menn auðvitað tekið skrefið áfram og farið er að hanna dróna sem séð geta um svæðisbundna áburðargjöf og jafnvel vökvun. Þetta hafa menn síðan hugsað enn lengra og sjá fyrir sér mjög stóra fjarstýrða dróna sem taki við hlutverki flugvéla til að slökkva skógarelda.

Í ljósi aðstæðna á Íslandi er ekki ólíklegt að bændur sjái sér hag í að nota dróna til að fylgjast með sauðfé og hrossum og til að auðvelda smölun á haustin. Hefði væntanlega komið sér vel að vera með slíka dróna útbúna hitamyndavélum til að leita að fé sem fennti á kaf norðanlands fyrir tveim  árum. Er slík notkun tækninnar alls ekki fráleit því íslenskar björgunarsveitir eru þegar farnar að skoða nýtingu dróna til aðstoðar við leit.

Skylt efni: Tækninýjungar | drónar

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...