Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fjölskyldan í Efstadal á neðri hæðinni í veitingahúsinu, þar sem fylgjast má með kúnum í gegnum glugga. Talið frá vinstri; Sölvi Arnarson og Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Árni Benónýsson og Guðrún Karítas Snæbjörnsdóttir með barn sitt á milli sín og Snæbj
Fjölskyldan í Efstadal á neðri hæðinni í veitingahúsinu, þar sem fylgjast má með kúnum í gegnum glugga. Talið frá vinstri; Sölvi Arnarson og Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Árni Benónýsson og Guðrún Karítas Snæbjörnsdóttir með barn sitt á milli sín og Snæbj
Mynd / HKr.
Fréttir 15. desember 2014

Efstidalur er ört vaxandi ferðaþjónustubýli

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á búrekstrinum í Efstadal II á undanförnum árum. Allt fé var skorið niður á bænum árið 1983 vegna riðuveiki á svæðinu og var fjárhúsunum þá breytt í fjós. Í dag er auk hefðbundins kúabúskapar og hrossaræktar, rekin ört vaxandi ferðaþjónusta á bænum.

Eigendur Efstadals II eru hjónin Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson. Snæbjörn er fæddur og uppalinn í Efstadal en Björg kemur frá Njarðvík. Sama ættin hefur búið í Efstadal síðan um 1850 og eru börn þeirra hjóna og tengdabörn nú komin inn í reksturinn sem fer ört vaxandi. Það eru hjónin Sölvi Arnarson og Kristín Ingunn Haraldsdóttir, Guðrún Karítas Snæbjörnsdóttir og Árni Benónýsson.

Með hundrað nautgripi, hrossarækt og ferðaþjónustu

Snæbjörn segir að þau séu nú með rúmlega 100 nautgripi og þar af eru ríflega 40 mjólkandi kýr. Auk þess að nýta mjólk af búinu út í kaffi og bakstur fyrir ferðamennina, þá lærði Björg að framleiða ís fyrir nokkrum árum. Hefur ísinn í Efstadal öðlast miklar vinsældir og hefur verið vaxandi straumur ferðamanna sem leggja leið sína upp í Efstadal og kaupa ís og kaffiveitingar og heimatilbúinn ost og aðrar veitingar í fínu veitingahúsi staðarins. Er starfsemin rekin undir nafninu Efstidalur ehf.

Byggt upp á methraða

„Þetta er farið að ganga mjög vel, segir Snæbjörn. „Hér var byrjað að byggja upp í nóvember 2012 og við vorum komin með fullt starfsleyfi á allt húsið 1. júní 2013. Þetta var ekki langur byggingartími, en ég var líka með alvöru verktaka.“

Góð aðsókn þrátt fyrir litla markaðssetningu

Eftir að ferðaþjónustustarfsemin fór af stað segir Snæbjörn að varla hafi gefist tími til að fara í alvöru markaðssetningu, en aðsóknin hafi samt verið með ólíkindum.

„Þetta skapaði vinnu fyrir um 16 manns í sumar og nú erum við átta í vinnu hér,“ segir Snæbjörn.
Hann segir að það séu þó fyrst og fremst Íslendingar sem komi í veitingahúsið þar sem hægt er að njóta matar og annarra veitinga og horfa um leið á kýrnar í gegnum gler.

„Það eru þó nánast eingöngu útlendingar sem sækja hér í gistinguna yfir sumartímann.“ Það er ekki síst heimatilbúni ísinn sem hefur vakið athygli íslenskra ferðalanga sem leið eiga um uppsveitir Árnessýslu. Hefur hróður hans verið að spyrjast út sem og góð þjónusta og góður matur á veitingastaðnum. 
Margar hugmyndir um frekari uppbyggingu

Sveinbjörn segir að auk þess að framleiða margvíslegar afurðir úr þeirra eigin mjólk, þá sé draumurinn líka að koma upp litlu sláturhúsi á staðnum þannig að búið verði sem sjálfbærast hvað varðar framleiðslu á eigin kjötafurðum líka. Hann telur að það geti þó orðið erfiður róður, þar sem mjög strangt regluverk sé á bak við rekstur sláturhúss og miklar kröfur um aðbúnað og jafnvel strangari reglur en úti í Evrópu.

Þörf á betra regluverki

Segir Snæbjörn að þrátt fyrir að hann sé í þessu brölti með sinni fjölskyldu og fjölmargir fleiri víða um land, þá vanti enn að setja almennilegan starfsramma með reglugerð fyrir svona starfsemi. Vill hann að t.d. allir hagsmunaaðilar í mjólkurframleiðslu setjist niður og finni leiðir til að skapa starfsumhverfi þar sem smáframleiðendur og stórframleiðendur geti unnið saman í sátt og samlyndi. Það hljóti að vera hagur allra, ekki síst bænda og þá neytenda um leið. Segist Snæbjörn vona að menn séu farnir að opna augun fyrir þessu.

Samkvæmt leyfi Brunavarna Árnessýslu megi vera 440 manns í húsnæði veitingahússins í Efstadal í einu, en það er á tveim hæðum. Sveinbjörn segir að það hafi verið mest ríflega 200 manns þar í veislu, en salurinn á efri hæðinni taki ríflega 100 manns í sæti.  „Við getum því tekið við þokkalegum hópum.“

4 myndir:

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...