Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Höskuldur Pálsson segir að Ísfugl leggi ríka áherslu á að neytendur geti séð á umbúðum vörunnar frá hvaða búi hún kemur.
Höskuldur Pálsson segir að Ísfugl leggi ríka áherslu á að neytendur geti séð á umbúðum vörunnar frá hvaða búi hún kemur.
Mynd / HKr.
Líf&Starf 22. nóvember 2018

Eini kalkúnaframleiðandi landsins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Höskuldur Pálsson, rekstrarstjóri Ísfugls í Mosfellsbæ, kynnti starfsemi fyrirtækisins fyrir gestum á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll. Þar gaf hann fólki jafnframt að smakka á framleiðslunni. 
Uppsetning á bás Ísfugls var einföld en afar smekkleg. Þar komu gestir að kjötborði þar sem sjá mátti afurðirnar á bak við gler, en Ísfugl hefur mikla sérstöðu á íslenskum alifuglakjötsmarkaði.
 
Eini kalkúnaframleiðandi landsins
 
„Um 50 manns starfa hjá Ísfugli. Sérstaðan hjá Ísfugli er að við erum eina fyrirtækið sem bjóðum upp á íslenskar kalkúnaafurðir en kalkúnninn kemur frá Reykjabúinu. Auk þess eru allar okkar afurðir rekjanlegar til framleiðanda,“ segir Höskuldur. 
 
Íslenskir kjúklingar og kalkúnar
 
Ísfugl vinnur og selur eingöngu íslenska kjúklinga og kalkúna frá Ísfuglsbændum. Fyrirtækið notar engin fúkkalyf við eldi fuglanna. Bændurnir leggja inn kjúklinga og kalkúna til Ísfugls. Þar er fuglunum slátrað og kjötið unnið og selt ýmist ferskt eða frosið, soðið eða steikt og unnið undir vörumerki Ísfugls. Vörurnar eru seldar til verslana, veitingastaða og mötuneyta.
 
Þú sérð frá hvaða Ísfuglsbónda kjötið þitt kemur!
 
Ísfugl leggur ríka áherslu á að neytendur geti séð á umbúðum vörunnar frá hvaða búi hún kemur. Allt ferskt og óunnið kjöt frá Ísfugli er rekjanlegt til bónda. Um leið og unginn kemur úr egginu fær hann rekjanleikanúmer sem fylgir honum allt til enda. Nafn búsins kemur fram á umbúðum og á www.isfugl.is  getur neytandinn aflað sér frekari upplýsinga um bóndann sem ræktað hefur fuglinn sem keyptur er hverju sinni. Þá eru þær afar smekklega hannaðar og fanga strax augu viðskiptavina. 
 
Landbúnaðarsýningar mættu vera oftar
 
Höskuldur sagði viðtökurnar hafa verið afar góðar á sýningunni og fólk hafi sýnt þeirra framleiðslu mikinn áhuga. 
 
„Ég held að svona sýning mætti veru reglulega, kannski á þriggja ára fresti. Ég held að það væri ekkert of í lagt, allavega miðað við þann gestafjölda sem hingað hefur komið. Það eina sem vantar á þessa sýningu eru fleiri matvælaframleiðendur.“ 
 
Kjötvinnsla reist í Mosfellsbæ 1979
 
Ísfugl sláturhús og kjötvinnsla var reist árið 1979 á Reykjavegi í Mosfellsbæ og var þá í eigu hlutafélags nokkurra alifuglabænda. Þá hófst úrbeining og vinnsla kjúklingakjöts hérlendis, en fram að þeim tíma höfðu kjúklingar aðeins verið seldir frosnir í heilu lagi. Ísfugl er elsta starfandi fyrirtækið í greininni en forveri Ísfugls var lítið fuglasláturhús sem Jón M. Guðmundsson reisti á Reykjum árið 1962. Þar slátraði Jón fyrir sjálfan sig og nokkra aðra bændur. Eigendur Ísfugls frá árinu 2012 eru Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir, bændur á Reykjum, en bændur Reykjabúsins hafa verið hluthafar frá upphafi.
 
Með fyrsta A-vottaða alifuglasláturhús landsins
 
Á Íslandi eru þrjú alifuglasláturhús. Ísfugl framleiðir nú um 20% af innlendu alifuglakjöti og er jafnframt minnsta fyrirtækið á því sviði á íslenska markaðnum. Ísfugl er nú með A-vottun frá MAST, fyrst alifuglasláturhúsa á landinu.  Helsta áskorun innlendrar framleiðslu er að mæta auknum innflutningi næstu árin.
 
Strangt  eftirlit með framleiðslunni
 
Ísfugl starfar undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar og það gera bændur Ísfugls líka. Bændur þurfa að taka campylobaktersýni og salmonellusýni úr öllum eldishópum áður en þeir koma til slátrunar í Ísfugli. Annað sýni er síðan tekið í sláturhúsi til staðfestingar. Eftirlitsdýralæknir Matvælastofnunar hefur daglegt eftirlit með góðum starfsháttum og velferð fuglanna í Ísfugli. 

Skylt efni: Ísfugl | kalkúni

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...