Ekki rúin í sex ár
Hrúturinn Shrek vakti talsverða athygli í Nýja Sjálandi fyrr á þessu ári fyrir það að komast undan rúningu í sex ár. Sagan segir að Shrek sé styggur og hafi falið sig í hellum skammt frá heimahögunum og þannig komist því að vera rúinn eins og annað fé á bænum. Shrek er af merlotkyni og vaninn að rýja slíkt fé einu sinni á ári.
Eftir að Shrek náðist var bein útsending í sjónvarpi frá rúningu hrútsins og búið er að skrifa og gefa út barnabók þar sem hann er aðalpersónan. Eftir rúningu vó ullin 27 kíló og var hún boðin upp til styrktar veikum börnum.