Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Endalausa baráttan við aukakílóin og freistingar
Fréttir 17. febrúar 2016

Endalausa baráttan við aukakílóin og freistingar

Það er of stutt á milli stórhátíða þar sem margur freistast til að borða of mikið. 
 
Strax eftir jól og áramótaveislurnar kemur þorraveislan, næst kemur bolludagur, sprengidagur og öskudagur hver á eftir öðrum og í lok þeirrar viku er eins og að það sé múrsteinn í maganum og sumir eins og að þeir séu með koddann sinn framan á sér í lok vikunnar. Svo er að styttast í páskaeggin, fermingarveislurnar og með hækkandi sól verður ísinn alltaf vinsælli og vinsælli.
 
Vinsælt að skrifa um bætta heilsu fyrripart árs
 
Janúar og febrúar hafa verið vinsælustu mánuðirnir til að skrifa um hollustu, líkamsrækt, megrun, til að friða sálina eftir óhófið í mataræðinu um jól og áramót. Stundum þegar maður gluggar í þessar greinar virðist eins og að allar greinar séu þannig skrifaðar að þar sé hinn eini heilagi sannleikur og töfralausnirnar til að losna við aukakílóin sé einföld sé farið eftir hverri grein. Þó virðist ekkert ganga að fækka aukakílóunum á landsvísu. Það er vissulega freistandi að fá sér nammi, gos, ábót á diskinn af góða matnum, ís og aðeins meiri ís á eftir, við eigum það skilið: Eða hvað? Til að svoleiðis sé í boði verður að hreyfa sig, brenna öllum þessum aukabitum sem eru svo góðir. 
 
Holl hreyfing sem er skemmtileg
 
Veturinn 1964 til 1965  var landinn upptekinn af keppni og útivist sem hét Norræna skíðagangan þar sem Norðurlandaþjóðirnar „kepptu“ sín á milli í skíðagöngu. Þessi keppni var líka innanlandskeppni þar sem kaupstaðir og sýslur kepptu um fjölda þátttakenda í skíðagöngunni. Því er skemmst frá að segja að Siglufjörður burstaði kaupstaðakeppnina þar sem yfir helmingur bæjarbúa tók þátt og Suður-Þingeyjarsýsla sýslukeppnina þar sem þriðji hver tók þátt, en Íslendingar töpuðu Norðurlandakeppninni. Einhver erfiðasta íþrótt og útivist sem ég hef prófað er skíðaganga, en á skíðum brennir maður ótrúlega hratt kaloríum á stuttum tíma. Að verða sér úti um „þokkalegan“ gönguskíðabúnað kostar lítið meira en þriggja mánaða kort í líkamsrækt.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...