Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Engar orsakir að finna úr blóðsýnarannsóknum
Fréttir 13. ágúst 2015

Engar orsakir að finna úr blóðsýnarannsóknum

Höfundur: smh
Fátt hefur verið að frétta af rannsókn Lands­samtaka sauð­fjár­bænda og Mat­væla­stofnun­ar á á­stæð­um óvenju­mik­ils ær­dauða sem varð vart í vetur og vor sem leið.
 
Niðurstöður áfanga­skýrslu Mat­væla­stofnunar sem var birt 9. júlí síðastliðinn, í kjölfar spurn­inga­könnunar sem bændur svör­uðu veflægt, gáfu ekki neinar vís­bend­ingar um eina orsök fyrir vanda­málinu. Fyrstu niðurstöður úr rann­sókn á blóðsýnum, sem safnað var í sumar, gefa heldur ekki tilefni til að ætla að um einn orsakavald eða sjúkdóm sé að ræða. 
 
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýra­lækn­ir hjá Matvælastofnun, segir að niðurstöður úr blóðrannsóknunum hafi borist skömmu fyrir síðustu mánaðamót og fljótt á litið sé engar sjáanlegar orsakir fyrir ærdauðanum þar að finna. „Það á hins vegar eftir að leggjast betur yfir þetta þannig að við báðum dýralækna á Keldum um að fara yfir niðurstöðurnar með okkur. Vegna sumarfría er þeirri vinnu ekki lokið og ekki hægt að gera ráð fyrir endanlegum niðurstöðum fyrr en undir lok mánaðarins í fyrsta lagi. Eins og fram kemur í áfangaskýrslunni mun vinnan við að leita orsaka halda áfram í haust, en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að um eina orsök sé að ræða. Orsakirnar geta verið margvíslegar og samspil ýmissa þátta, en fjöldinn er óeðlilegur,“ segir Sigurborg. 
 

Skylt efni: ærdauðinn | ærdauði

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...