Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gunnar Þorgeirsson.
Gunnar Þorgeirsson.
Mynd / Helga Dögg
Fréttir 4. apríl 2023

Er kominn tími á bændaflokk?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, spurði í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi hvort tími væri kominn á bændaflokk. Vísaði hann með því til þess að hollenskir bændur buðu nýverið til þings og fengu gott fylgi.

„Þetta fer að verða umhugsunarvert hvernig við náum samtalinu, því við viljum gjarnan áheyrn og árangur í landbúnaði til framtíðar,“ sagði Gunnar og beindi orðum sínum til stjórnmálamanna í salnum. „Það sem truflar mig í sálinni eru óvæntar uppákomur eins og við erum að upplifa með niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum frá Úkraínu. Allt í einu sitjum við í þeirri stöðu að keppa við tollfrjálsan varning sem flæðir til landsins. Það er fyrirsjáanleiki sem við erum að kalla eftir,“ sagði Gunnar.

Gunnar spurði jafnframt hvort bændur eigi einir að redda verðbólgunni og hvort verkalýðshreyfingin ætli að hafa áhrif á tollaumhverfi á landbúnaðarvörum. „Samkeppni knýr framleiðendur til að auka skilvirkni. Ég held að bændur séu búnir að hagræða inn að beini og ekki hafa stríðsátök hjálpað með hækkandi aðfangaverði.

Eigum við von á því að verkalýðshreyfingin geti haft áhrif á tollaumhverfi í landbúnaðarvörum til framtíðar, þar sem í mínum skilningi eigi bændur að redda verðbólgunni? Eigum við ein að gera það?

Landbúnaðurinn er ein af grunnstoðum íslensks samfélags, ekki bara í fæðulegu tilliti, heldur er þetta gríðarlega mikið byggðarmál sem snýr að því að við viljum gjarnan halda blómlegu mannlífi í hinum dreifðu byggðum landsins,“ sagði Gunnar. Hann bætti við að bændur, sem jarðeigendur, gegna lykilhlutverki í bindingu kolefnis.

Nú standa yfir viðræður við stjórnvöld um endurskoðun búvörusamninga. „Þá þurfum við að vanda til verka og ég hlakka til samtalsins. Við áttum fund nýlega þar sem við fórum yfir það sem okkur langar mest í. Formaður samninganefndarinnar sagði að við fengjum ekki alveg allt – en sumt,“ sagði Gunnar.

Vandinn í skipulagsmálum truflar bændur, sérstaklega þá sem eru með stærri bú í alifugla- og svínarækt. „Það er gerð krafa um 600 metra radíus í kringum viðkomandi búskap og það er nánast hvergi hægt að byggja það nema á miðhálendi Íslands. Sjáum við fram á mikla fjölgun og endurnýjun í stéttinni þar sem nýir aðilar geta nálgast stuðning og hagstæðari lán til þess að kaupa framleiðslueiningar til að byggja upp sína framtíð? Eða horfum við fram á stöðnun þar sem aðgerðir stjórnvalda einkennast eingöngu af niðurgreiðslu landbúnaðarafurða til að mæta kröfu neytenda um lægra matvælaverð?

Eitt er víst að í sameinuðum Bændasamtökum Íslands hafa bændur náð þeirri skynsemi að hætta að plokka augun úr hver öðrum og horfa fram á veginn, hvernig við viljum sjá íslenskan landbúnað til framtíðar,“ sagði Gunnar Þorgeirsson við opnun Búnaðarþings á fimmtudaginn.

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.