Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
ESA telur innflutningsbann á fersku kjöti ekki standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið
Fréttir 8. október 2014

ESA telur innflutningsbann á fersku kjöti ekki standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensk löggjöf um innflutning á fersku kjöti er andstæð EES-samningnum samkvæmt rökstuddu áliti sem Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér í dag.

Íslensk löggjöf felur í sér innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, innmat og sláturúrgang hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða alifuglakjöt eða kjöt af villtum dýrum. Innflytjendur verða samkvæmt gildandi lögum að sækja um leyfi og leggja fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar.

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að niðurstaða ESA komi sér ekki á óvart en að hún valdi sér miklum vonbrigðum.

Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að álit ESA um að innflutningsbann á fersku kjöti til Íslands standist ekki samninginn um Evrópska efnahagssvæðið sé ekki endanleg niðurstaða í málinu. „Þetta er það sem er kallað rökstutt álit en ekki þar með sagt að það standist fyrir EFTA-dómstólnum og hann sé á annarri skoðun en ESA. Íslendingar geta því enn varið sína ákvörðun fyrir honum.”

Nánar verður fjallað um málið í Bændablaðinu á morgun.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...