Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
ESA telur innflutningsbann á fersku kjöti ekki standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið
Fréttir 8. október 2014

ESA telur innflutningsbann á fersku kjöti ekki standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensk löggjöf um innflutning á fersku kjöti er andstæð EES-samningnum samkvæmt rökstuddu áliti sem Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér í dag.

Íslensk löggjöf felur í sér innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, innmat og sláturúrgang hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða alifuglakjöt eða kjöt af villtum dýrum. Innflytjendur verða samkvæmt gildandi lögum að sækja um leyfi og leggja fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar.

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að niðurstaða ESA komi sér ekki á óvart en að hún valdi sér miklum vonbrigðum.

Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að álit ESA um að innflutningsbann á fersku kjöti til Íslands standist ekki samninginn um Evrópska efnahagssvæðið sé ekki endanleg niðurstaða í málinu. „Þetta er það sem er kallað rökstutt álit en ekki þar með sagt að það standist fyrir EFTA-dómstólnum og hann sé á annarri skoðun en ESA. Íslendingar geta því enn varið sína ákvörðun fyrir honum.”

Nánar verður fjallað um málið í Bændablaðinu á morgun.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...