ESA telur innflutningsbann á fersku kjöti ekki standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið
Íslensk löggjöf um innflutning á fersku kjöti er andstæð EES-samningnum samkvæmt rökstuddu áliti sem Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér í dag.
Íslensk löggjöf felur í sér innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, innmat og sláturúrgang hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða alifuglakjöt eða kjöt af villtum dýrum. Innflytjendur verða samkvæmt gildandi lögum að sækja um leyfi og leggja fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að niðurstaða ESA komi sér ekki á óvart en að hún valdi sér miklum vonbrigðum.
Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að álit ESA um að innflutningsbann á fersku kjöti til Íslands standist ekki samninginn um Evrópska efnahagssvæðið sé ekki endanleg niðurstaða í málinu. „Þetta er það sem er kallað rökstutt álit en ekki þar með sagt að það standist fyrir EFTA-dómstólnum og hann sé á annarri skoðun en ESA. Íslendingar geta því enn varið sína ákvörðun fyrir honum.”
Nánar verður fjallað um málið í Bændablaðinu á morgun.