Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Fækkun framleiðenda
Fréttir 1. október 2024

Fækkun framleiðenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 66 á fimm árum. Greiðslumarkseign hefur minnkað hlutfallslega eða staðið í stað í flestum landshlutum.

Í ársbyrjun 2019 voru handhafar greiðslumarks 567 talsins, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í ársbyrjun 2024 voru mjólkurframleiðendur 501 talsins. Samdrátturinn er um 11,6 prósent. Framleiðendum fækkar mest á Vesturlandi, eða um sautján býli. Handhafar greiðslumarks eru þrettán færri í Rangárvallasýslu og hefur fækkað um sjö í Skaftafellssýslu og Árnessýslu. Engin fækkun er í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar eru framleiðendurnir sjö talsins.

Á sama tíma hefur framleiðsla á mjólk aukist og greiðslumarkið hækkað úr 145 milljón lítrum í 151,5 milljón lítra. Á milli áranna fimm hefur mjólkurkvótinn færst lítillega á milli landshluta.

Árið 2019 var 20,3% greiðslumarksins á býlum í Árnessýslu, 19,72% í Eyjafirði, 14,4% í Rangárvallasýslu, 11,9% á Vesturlandi, 11,1% í Skagafirði en önnur landsvæði með minna. Nú í ársbyrjun er Árnessýsla enn handhafi stærsta hlutfallsins, 20,45%, býli í Eyjafirði eiga 19,3% og í Rangárvallasýslu er hlutfallið 13,9%.

Býli í Skagafirði hafa aukið greiðslumarkseign sína meira en í öðrum landshlutum, eða um rúmlega 2,6 milljón lítra, og framleiða nú ríflega 18,7 milljón lítra sem telst vera 12,4% af landsframleiðslunni.

Á svæði Húnaþings og Stranda hefur einnig orðið aukning um tæplega eitt prósent en í öðrum landshlutum stendur hlutfallsleg framleiðsla nær í stað eða breytist um minna en hálft prósent.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...