Fækkun framleiðenda
Fréttir 1. október 2024

Fækkun framleiðenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 66 á fimm árum. Greiðslumarkseign hefur minnkað hlutfallslega eða staðið í stað í flestum landshlutum.

Í ársbyrjun 2019 voru handhafar greiðslumarks 567 talsins, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í ársbyrjun 2024 voru mjólkurframleiðendur 501 talsins. Samdrátturinn er um 11,6 prósent. Framleiðendum fækkar mest á Vesturlandi, eða um sautján býli. Handhafar greiðslumarks eru þrettán færri í Rangárvallasýslu og hefur fækkað um sjö í Skaftafellssýslu og Árnessýslu. Engin fækkun er í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar eru framleiðendurnir sjö talsins.

Á sama tíma hefur framleiðsla á mjólk aukist og greiðslumarkið hækkað úr 145 milljón lítrum í 151,5 milljón lítra. Á milli áranna fimm hefur mjólkurkvótinn færst lítillega á milli landshluta.

Árið 2019 var 20,3% greiðslumarksins á býlum í Árnessýslu, 19,72% í Eyjafirði, 144,4% í Rangárvallasýslu, 11,9% á Vesturlandi, 11,1% í Skagafirði en önnur landsvæði með minna. Nú í ársbyrjun er Árnessýsla enn handhafi stærsta hlutfallsins, 20,45%, býli í Eyjafirði eiga 19,3% og í Rangárvallasýslu er hlutfallið 13,9%.

Býli í Skagafirði hafa aukið greiðslumarkseign sína meira en í öðrum landshlutum, eða um rúmlega 2,6 milljón lítra, og framleiða nú ríflega 18,7 milljón lítra sem telst vera 12,4% af landsframleiðslunni.

Á svæði Húnaþings og Stranda hefur einnig orðið aukning um tæplega eitt prósent en í öðrum landshlutum stendur hlutfallsleg framleiðsla nær í stað eða breytist um minna en hálft prósent.

Fækkun framleiðenda
Fréttir 1. október 2024

Fækkun framleiðenda

Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 66 á fimm árum. Greiðslumarkseign hefur min...

Mannmergð truflar réttarstörf
Fréttir 30. september 2024

Mannmergð truflar réttarstörf

Talsverð umræða hefur verið á Facebook-síðunni Sauðfjárbændur um óreiðukennt ást...

Sumarið sem aldrei kom
Fréttir 30. september 2024

Sumarið sem aldrei kom

Bændur á stórum hluta landsins segja heyannir í sumar hafa verið með þeim erfiðu...

Dýravelferðarmál á borði matvælaráðherra
Fréttir 30. september 2024

Dýravelferðarmál á borði matvælaráðherra

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 155. löggjafarþing 2024– 2025 var lögð fra...

Mest af kvótanum veiddist en dýrin leita norðar
Fréttir 30. september 2024

Mest af kvótanum veiddist en dýrin leita norðar

Hreindýraveiðum er lokið að sinni. Alls veiddust 769 dýr af þeim 776 sem mátti f...

Uppskerubrestur hjá hvítlauksbændum
Fréttir 27. september 2024

Uppskerubrestur hjá hvítlauksbændum

Uppskerubrestur blasir við hvítlauksbændunum í Neðri-Brekku í Dölunum.

Skírn í réttum
Fréttir 27. september 2024

Skírn í réttum

Skemmtilegur viðburður var í Reykjaréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi laugardag...

Hagur kúabúa vænkast
Fréttir 27. september 2024

Hagur kúabúa vænkast

Hagnaður kúabúa jókst milli áranna 2022–2023 og skuldahlutfall þeirra fer lækkan...