Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fækkun framleiðenda
Fréttir 1. október 2024

Fækkun framleiðenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 66 á fimm árum. Greiðslumarkseign hefur minnkað hlutfallslega eða staðið í stað í flestum landshlutum.

Í ársbyrjun 2019 voru handhafar greiðslumarks 567 talsins, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í ársbyrjun 2024 voru mjólkurframleiðendur 501 talsins. Samdrátturinn er um 11,6 prósent. Framleiðendum fækkar mest á Vesturlandi, eða um sautján býli. Handhafar greiðslumarks eru þrettán færri í Rangárvallasýslu og hefur fækkað um sjö í Skaftafellssýslu og Árnessýslu. Engin fækkun er í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar eru framleiðendurnir sjö talsins.

Á sama tíma hefur framleiðsla á mjólk aukist og greiðslumarkið hækkað úr 145 milljón lítrum í 151,5 milljón lítra. Á milli áranna fimm hefur mjólkurkvótinn færst lítillega á milli landshluta.

Árið 2019 var 20,3% greiðslumarksins á býlum í Árnessýslu, 19,72% í Eyjafirði, 14,4% í Rangárvallasýslu, 11,9% á Vesturlandi, 11,1% í Skagafirði en önnur landsvæði með minna. Nú í ársbyrjun er Árnessýsla enn handhafi stærsta hlutfallsins, 20,45%, býli í Eyjafirði eiga 19,3% og í Rangárvallasýslu er hlutfallið 13,9%.

Býli í Skagafirði hafa aukið greiðslumarkseign sína meira en í öðrum landshlutum, eða um rúmlega 2,6 milljón lítra, og framleiða nú ríflega 18,7 milljón lítra sem telst vera 12,4% af landsframleiðslunni.

Á svæði Húnaþings og Stranda hefur einnig orðið aukning um tæplega eitt prósent en í öðrum landshlutum stendur hlutfallsleg framleiðsla nær í stað eða breytist um minna en hálft prósent.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...