Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Færeyingar taka Huppu í notkun
Fréttir 1. október 2014

Færeyingar taka Huppu í notkun

Ráðgjafarmiðstöð landbún­aðarins (RML) og Meginfélags búnaðarmanna í Færeyjum (MBM), mjólkurbú þeirra Færeyinga, stóðu nýverið fyrir námskeiðum í nautgripa­ræktarkerfinu Huppu.

Námskeiðin fóru fram í  Þórs­höfn í Færeyjum og í kjölfar námskeiðanna munu færeyskir kúabændur taka kerfið í notkun sem sitt skýrsluhaldskerfi.

Kennsla á námskeiðunum hefur verið í höndum Guðmundar Jóhannessonar, ábyrgðarmanns nautgriparæktar hjá RML, með dyggri aðstoð Jórunar Hansen hjá MBM.

Á síðustu mánuðum hafa ýmsir þættir Huppukerfisins verið aðlagaðir aðstæðum í eyjunum og kerfið einnig þýtt yfir á færeysku. Þessi vinna hefur verið í höndum Stefnu á Akureyri en leidd af Guðmundi Jóhannessyni og Jóni B. Lorange hjá BÍ.

Elín Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur hjá RML, þýddi kerfið að mestu ásamt Rólvi Djurhuus hjá Búnaðarstovunni í Færeyjum.

Gott samstarf við Færeyinga

Samstarf RML og MBM vegna aðlögunar og þýðingar Huppu hefur verið ákaflega gott og hefur ekki tekið nema um 5 mánuði að koma kerfinu í notkun þrátt fyrir að vinna hafi að mestu legið niðri í um mánuð í sumar vegna sumarleyfa.

Í Færeyjum eru í augnablikinu 28 kúabændur en mun fækka um einn er líður á haustið. Þar eru um 900 mjólkurkýr og heildarframleiðslan er sjö milljónir lítra mjólkur. Bústærðin er mjög breytileg eða allt frá um 10 kýr upp í um 120 kýr, meðalbústærð rétt um 34 kýr. Stærsta búið leggur inn um 1.100 þús. lítra á ári en þar eru tveir DeLaval-mjaltaþjónar.

Guðmundur Jóhannesson segir í umfjöllun um námskeiðin á vefsíðu RML að Færeyingar séu ákaflega gestrisnir og velviljaðir Íslendingum og víða má sjá íslenskar vörur í verslunum. Það gleðji líka íslenska kúabændur að íslenska skyrið prýðir hillur verslana og við hlið íslenska skyrsins má sjá lífrænt skyr.is frá Thise í Danmörku.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...