Fágætri vatnalilju stolið frá Kew
Fyrr á árinu var fágætri vatnalilju stolið úr einu af gróðurhúsum Kew grasagarðsins í London.
Plantan sem á latínu kallast Nymphaea thermarum er minnsta þekkta vatnalilja í heimi, blómið er tæpur sentímetri í þvermál, og jafnframt sú sjaldgæfasta.
Plantan sem upphaflega óx í heitum lindum í Rúanda er ekki lengur þekkt í náttúrunni og plönturnar 24 sem Kew varðveitti þær fáu sem vitað er um. Einni af þessum plöntum var stolið í janúar síðast liðunum.
Markaðurinn fyrir sjaldgæfar plöntur í heiminum er stór og safnarar til í að borga hátt verð fyrir þær líkt og listaverka- eða fornmunasafnarar fyrir fágæta listmuni og forngripi.
Vatnaliljur eins og þessa þurfa sérstök skilyrði til að vaxa og því vandaverk að halda þeim lifandi þar til réttur kaupandi fæst.