Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudaginn 13. apríl kl. 10.00.
Fundurinn er haldinn af fagráði í sauðfjárrækt í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands.
Á fagfundi sauðfjárræktarinnar er meðal annars hefð fyrir því að afhenda verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ræktunarstarfinu. Dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.
Fundinum verður streymt beint á netinu og verður hann opinn öllum.