Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fallegir vettlingar fyrir frostmorgna
Hannyrðahornið 18. desember 2017

Fallegir vettlingar fyrir frostmorgna

Höfundur: Handverkskúnst
Fallegir vettlingar á herrann prjónaðir úr Drops Karisma eiga eftir að koma sér vel á köldum dögum í vetur.
 
Dömuvettlinga í stíl má finna á garnstudio.com.
 
Stærð: M/L
 
Efni: DROPS KARISMA - 100 gr
Sokkaprjónar nr 3 og 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttu prjóni verði 10x10 sm á prjóna nr 3,5.
 
Kaðlaprjónn.
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
 
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
 
ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. 
 
ÚRTAKA:
Fækkið lykkjum þannig (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
 
VETTLINGAR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
 
HÆGRI VETTLINGUR:
Fitjið upp 48 lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með Karisma og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig: Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 7 sm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið *2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar saman, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar*, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt, A.1 yfir næstu 14 lykkjurnar, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar saman = 50 lykkjur á prjóninum. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 26 lykkjur slétt (= innan í lófa), A.2 (= 20 l) og 4 lykkjur slétt. Haldið svona áfram með mynstur. 
 
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA Þegar stykkið mælist 14 sm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við fyrstu lykkju í umferð fyrir þumal – lesið ÚTAUKNING að ofan. Aukið svona út hvoru megin við útauknu lykkjurnar í annarri hverri umferð, 5 sinnum til viðbótar = 62 lykkjur. Setjið nú 13 þumallykkjur á þráð/nælu. Haldið áfram hringinn eins og áður og fitjið upp 1 nýja lykkju aftan við þumal í næstu umferð = 50 lykkjur. Þegar vettlingurinn mælist ca 26 cm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú eru ca 3 cm til loka), setjið 1 prjónamerki eftir fyrstu lykkju í umferð og 1 prjónamerki eftir 24 lykkjur. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA að ofan. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2 sinnum – fækkið að auki um 2 lykkjur yfir hvern kaðal = 24 lykkjur. Prjónið lykkjurnar slétt saman 2 og 2 = 12 lykkjur. Prjónið lykkjurnar slétt saman 2 og 2 = 6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. 
 
ÞUMALL:
Setjið til baka 13 þumallykkjur af bandi á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið að auki upp 3 lykkjur aftan við þumal = 16 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumallinn sjálfur mælist um 5 sm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú er eftir ca ½ sm til loka). Prjónið 2 umferðir slétt og prjónið allar lykkjur saman 2 og 2 í báðum umferðum = 4 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. 
 
VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjið upp og prjónið eins og hægri, en aukið út fyrir þumal hvoru megin við 22. lykkju í umferð.
 
 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...