Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og kúabóndi á Berustöðum.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og kúabóndi á Berustöðum.
Fréttir 9. mars 2017

Fátt gott um frumvarpsdrögin að segja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu og kúabóndi á Berustöðum, segist fátt gott geta sagt um frumvarpsdrög Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra til endurskoðunar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins.

„Ráðherra var búinn að gefa út að til stæði að gera breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins. Ég átt því vona á einhverjum breytingum en mér datt ekki í hug að breytingarnar ættu að ganga eins langt og drögin gera ráð fyrir og að það yrði farið rólega í málið.

Ég sé ekki betur en að til standi að setja upp gerbreytt kerfi fyrir mjólkurframleiðslu í landinu með því að fella mjólkuriðnaðinn undir samkeppnislög.

Samkvæmt frumvarpsdrögunum mega afurðastöðvar í mjólkuriðnaði ekki lengur hafa samstarf um eitt eða neitt. Það eitt mun leiða til minni mjólkurframleiðslu í landinu. Eðli framleiðslunnar er að hún er ójöfn yfir árið og meðan hún er mikil safnast upp birgðir sem gengið er á þegar framleiðslan er minni. Til þessa hafa afurðastöðvar haft samstarf um þetta en slíkt verður bannað ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt.“

Núverandi kerfi hefur skilað miklu

„Einnig munu koma fram ruðningsáhrif vegna banns á samstarfi afurðastöðva sem ekki hafa verið hugsuð til enda og mér sýnist samkvæmt frumvarpsdrögunum að ætlunin sé að ganga mjög hart fram gagnvart innlendri framleiðslu. Ég sé ekki annað en að útfæra eigi innflutning á tolllausum osti þannig að hann valdi sem mestum skaða fyrir kúabændur og þá væntanlegum ávinningi fyrir aðra.“

Egill segir að núverandi fyrirkomulag á mjólkurframleiðslu og unnið hafi verið eftir hér á landi hafi miklu skilað fyrir neytendur og bændur. „Slíkt sýna allar úttektir og rannsóknir að það fyrirkomulag sem lagt var upp með hefur skilað því sem það átti að skila.“

Samtök afurðastöðva ekki í endurskoðunarnefndinni

„Við munum að sjálfsögðu fara yfir frumvarpsdrögin og veita umsögn og reyna að gera ráðherra grein fyrir þeim afleiðingum sem vanhugsaðar breytingar geta haft á rekstrarskilyrðum mjólkurframleiðslunnar. Að vísu hefur núverandi landbúnaðarráðherra haft forgöngu um að aðilar frá Samtökum afurðastöðva séu útilokaðir frá því samtali en að fulltrúar innflutnings og verslunar hafi verið boðnir velkomnir að þeim viðræðum.“

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...