Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fíflahátíð í Eyjafirði
Fréttir 19. júní 2014

Fíflahátíð í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fíflahátíð, hátíð til heiðurs okkar ástkæra túnfífli, verður haldin á vegum ferða-þjónustunnar Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 21. júní. Heilmikið verður við að vera frá morgni til kvölds. Skemmtidagskráin „Úti á túni“ stendur frá 14 til 16 og hátíðin endar síðan með kvöldvöku. Bændur keppa í Fíflagangi, tónlistaratriði verða flutt, brekkusöngur og markaður. Dagurinn hefst með hlaupi upp á fjallið Haus kl. 10.00 fyrir þá spretthörðu.

„Hugmyndin kviknaði í fyrrasumar,“ segir Guðný Jóhannesdóttir hjá ferðaþjónustunni Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. „Við vorum að tína fífla í miðri breiðu hér úti á túni, en við búum til túnfífilshunang og bjóðum upp á það við morgunverðarborðið. Í einhverjum fíflagangi fórum við að tala um hvort ekki væri hægt að búa til viðburð þar sem fífillinn væri í forgrunni, að gera þessari algengu og fallegu jurt hátt undir höfði. Hugmyndin fékk að þróast á liðnum vetri en nú er komið að því að við ætlum að blása til hátíðar fíflinum til heiðurs. Við byrjum smátt en verði viðbrögðin góð er ekki ólíklegt að hátíðin vaxi að umfangi þegar fram líða stundir. Nú og svo er þessu auðvitað sjálfhætt ef enginn vill fíflast með okkur.“ 

2 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...