Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fíflahátíð í Eyjafirði
Fréttir 19. júní 2014

Fíflahátíð í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fíflahátíð, hátíð til heiðurs okkar ástkæra túnfífli, verður haldin á vegum ferða-þjónustunnar Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 21. júní. Heilmikið verður við að vera frá morgni til kvölds. Skemmtidagskráin „Úti á túni“ stendur frá 14 til 16 og hátíðin endar síðan með kvöldvöku. Bændur keppa í Fíflagangi, tónlistaratriði verða flutt, brekkusöngur og markaður. Dagurinn hefst með hlaupi upp á fjallið Haus kl. 10.00 fyrir þá spretthörðu.

„Hugmyndin kviknaði í fyrrasumar,“ segir Guðný Jóhannesdóttir hjá ferðaþjónustunni Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. „Við vorum að tína fífla í miðri breiðu hér úti á túni, en við búum til túnfífilshunang og bjóðum upp á það við morgunverðarborðið. Í einhverjum fíflagangi fórum við að tala um hvort ekki væri hægt að búa til viðburð þar sem fífillinn væri í forgrunni, að gera þessari algengu og fallegu jurt hátt undir höfði. Hugmyndin fékk að þróast á liðnum vetri en nú er komið að því að við ætlum að blása til hátíðar fíflinum til heiðurs. Við byrjum smátt en verði viðbrögðin góð er ekki ólíklegt að hátíðin vaxi að umfangi þegar fram líða stundir. Nú og svo er þessu auðvitað sjálfhætt ef enginn vill fíflast með okkur.“ 

2 myndir:

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...