Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sams konar hús og fyrirhugað er að reisa við Grindavík.
Sams konar hús og fyrirhugað er að reisa við Grindavík.
Fréttir 8. október 2014

Fjárfestingamál risagróðurhússins við Grindavík eru ófrágengin

Höfundur: smh

Í byrjun júlímánaðar síðastliðnum greindum við frá því hér í blaðinu að fyrirhuguðum framkvæmdum við risagróðurhús. Ætlunin var að reisa það í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík, en framkvæmdum hafði seinkað um sex mánuði frá upphaflegri áætlun. Enn liggja fjárfestingasamningar ekki fyrir, þótt stefnt hefði verið að ljúka þeim málum í júlí.

Kristján Eysteinsson, talsmaður fyrirtækisins EsBro á Íslandi, sem hyggur á þessa framkvæmd, sagði í viðtali við blaðið í sumar að fjárfestingasamningar myndu liggja fyrir í lok júlímánaðar – en þeir eru meðal annars forsenda þess að ríkið taki formlega afstöðu til umsóknar um mögulegar ívilnanir til handa fyrirtækinu.

Tíu þúsund tonn af vistvænum tómötum

Í viðtalinu í sumar kom fram að gert væri ráð fyrir um tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað.

Kristján segir nú að fjárfestingamálin séu ófrágengin. Hann segist vænta þess að fá upplýsingar um framtíð verkefnisins á allra næstu dögum.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...