Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kortið var uppfært 10. september. Sjá stærri mynd með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Kortið var uppfært 10. september. Sjá stærri mynd með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Fréttir 29. ágúst 2014

Fjárréttir haustið 2014

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Um langt árabil hefur Bændablaðið tekið saman lista yfir helstu fjár- og stóðréttir á landinu. Hefur sú samantekt notið mikilla vinsælda hjá lesendum blaðsins og meðal annars mikið verið nýtt af aðilum í ferðaþjónustu. 
 
Réttarlistinn í ár er birtur með töluvert breyttu sniði. Í fyrsta sinn eru réttir um landið birtar á korti sem unnið hefur verið af Ólafi Valssyni. Er það von blaðamanna að sú breyting muni skila lesendum enn betri upplýsingum, þar eð auðvelt er að glöggva sig á hvar réttir eru í hverjum landshluta á kortinu. Smellið á myndina hér til vinstri til að sjá kortið stórt (það var uppfært 10. september).
 
 
Þá var farin sú leið að senda öllum sveitarfélögum í landinu póst þar sem farið var fram á upplýsingar um réttarhald í hverju sveitarfélagi. Það vinnulag skilaði góðum árangri, í flestum tilfellum, og varð meðal annars til þess að réttum á listanum fjölgaði umtalsvert. Vanti upplýsingar um réttir inn á kortið sem nú birtist, ýmist svo að réttir vanti eða tímasetningar, er ástæðan sú að upplýsingar hafa ekki borist frá sveitarfélögunum. Eru forsvarsmenn þeirra hvattir til að hafa samband við Bændablaðið vilji þeir koma upplýsingum á framfæri og eins eru lesendur hvattir til að hafa samband við forsvarsmenn sinna sveitarfélaga telji þeir að réttir vanti inn á listann.
 
Upplýsingar um 171 fjárrétt er að finna á kortinu. Flestar eru þær á Mið-Norðurlandi, í Skagafirði og Eyjafirði, alls 33 talsins. Fyrsta rétt haustsins verður Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en réttað verður þar laugardaginn 30. ágúst. Upplýsingar um dagsetningar annarra rétta birtast hér til hliðar, skipt eftir landshlutum en í stafrófsröð innan hvers landshluta. Listi yfir helstu stóðréttir á landinu mun birtast í næsta blaði.
 
Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í lista af þessu tagi og eins geta náttúruöflin orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi. Eru lesendur því hvattir til að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fullvissa sig um réttar dag- og tímasetningar.
 
 
 
Suðvesturland
Fossvallarétt v/Lækjarbotna, sunnudaginn 21. sept. um kl. 11.00
Hraðastaðarétt í Mosfellsdal, sunnudaginn 21. sept. um kl. 13.00
Kjósarrétt í Kjós, sunnudaginn 21. sept. um kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt, Gullbringusýslu laugardaginn 27. sept. um kl. 13.00
Þórkötlustaðarétt í Grindavík, laugardaginn 20. sept. um kl. 14.00
 
Vesturland
Arnarhólsrétt í Helgafellssveit, sunnudaginn 21. sept. um kl. 11.00
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudaginn 14. sept.
Brekkurétt í Saurbæ, Dal., sunnudaginn 21. sept. um kl. 11.00
Fellsendarétt í Miðdölum, Dal., sunnudaginn 14. sept. um kl. 14.00
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal., laugardaginn 20. sept.
Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr., sunnudaginn 14. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal., sunnudaginn 21. sept. um kl. 12.00
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr., þriðjudaginn 16. sept.
Hamrar í Grundarfirði, laugardaginn 20. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudaginn 15. sept.
Hornsrétt í Skorradal, Borg. sunnudaginn 14. sept.
Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð, sunnudaginn 21. sept. um kl. 10.00
Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu, sunnudaginn 6. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal., laugardaginn 13. sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal., laugardaginn 13. sept.
Mýrar í Grundarfirði, laugardaginn 20. sept.
Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudaginn 23. sept.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr., laugardaginn 6. sept.
Núparétt á Melasveit, Borg., sunnudaginn 14. sept. um kl. 13.00
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg., miðvikudaginn 10. sept.
Ósrétt á Skógarströnd, Dal., föstudaginn 3. okt. um kl. 10.00
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg., sunnudaginn 21. sept.
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg., laugardaginn 20. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal., sunnudaginn 21. sept. um kl. 11.00
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal.,  sunnudaginn 21. sept. um kl. 11.00
Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg.,  sunnudaginn 14. sept. um kl. 10.00
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr., mánudaginn 15. sept.
Tungurétt á Fellsströnd, Dal., sunnudaginn 14. sept.
Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal., laugardaginn 20. sept. um kl. 13.00
Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf.,  sunnudaginn 21. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr., mánudaginn 15. sept.
 
Vestfirðir
Arnardalsrétt í Arnardal í Skutulsfirði, laugardaginn 20. sept.
Eyrarrétt á Eyri í Kollafirði, Reykhólahrepp, A-Barð., laugardaginn 13. sept.
Grundarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð., föstudaginn 19. sept.
Hjarðardalsrétt í Hjarðardal í Dýrafirði, laugardaginn 20. sept.
Hraunsrétt við Hraun í Hnífsdal í Skutulsfirði, laugardaginn 20. sept.
Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð., sunnudaginn 28. sept. um kl. 14.00
Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð., sunnudaginn 21. sept. um kl. 11.00
Kirkjubólsrétt við Kirkjuból í Engidal í Skutulsfirði, laugardaginn 20. sept.
Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand., sunnudaginn 21. sept. um kl. 14.00
Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand., laugardaginn 20. sept.
Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð., laugardaginn 20. sept.
Melarétt í Árneshreppi, Strand., laugardaginn 13. sept.
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand., laugardaginn 20. sept. um kl. 14.00 
Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand., laugardaginn 13. sept. um kl. 16.00 
Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand., sunnudaginn 14. sept. um kl. 14.00
Traðarrétt við Tröð í Bjarnardal í Önundarfirði, laugardaginn 20. sept.
 
Norðvesturland
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún., laugardaginn 6. sept. um kl. 8.00
Fossárrétt í A-Hún.,  laugardaginn 6. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún., laugardaginn 13. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún., laugardaginn 6. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún., laugardaginn 6. sept. um kl. 9.00
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand.,  laugardaginn 20. sept. um kl. 16.00 
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún., laugardaginn 6. sept. um kl. 9.00
Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún., laugardaginn 30. ágúst 
Skrapatungurétt í Laxárdal, A.-Hún., sunnudaginn 7. sept. um kl. 10.00
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún., laugardaginn 6. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún., föstudaginn 5. sept. um kl. 15.00 og laugardaginn 6. sept. um kl. 9.00
Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún., föstudaginn 5. sept. um kl. 9.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún., laugardaginn 6. sept. um kl. 10.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún., laugardaginn 13. sept.
 
Mið-Norðurland
Akureyrarrétt við Hrafnsstaði, Eyf., laugardaginn 13. sept.
Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf., laugardaginn 13. sept. um kl. 12.00
Deildardalsrétt í Deildardal, Skag., laugardaginn 13. sept.
Flókadalsrétt í Fljótum, Skag., laugardaginn 13. sept.
Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði, föstudaginn 19. sept. og sunnudaginn 21. sept.
Hlíðarrétt í Skagafirði sunnudaginn 14. sept.
Hofsrétt í Skagafirði, laugardaginn 13. sept.
Holtsrétt í Fljótum, Skag., laugardaginn 13. sept.
Hólsrétt við Dalvík, sunnudaginn 14. sept, um kl. 16.00
Hraunarétt í Fljótum, Skag.,  fimmtudaginn 11. sept.
Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit, laugardaginn 6. sept.
Kleifnarétt í Fljótum, Skag.,  laugardaginn 6. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði, sunnudaginn 14. sept
Mælifellsrétt í Skagafirði, sunnudaginn 7. sept.
Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 7. sept.
Ósbrekkurétt í Ólafsfirði, föstudaginn 19. sept. og laugardaginn 20. sept.
Reistarárrétt í Hörgársveit, Eyf., laugardaginn 13. sept.
Reykjarétt í Ólafsfirði, miðvikudaginn 10. sept. og fimmtudaginn 11. sept.
Sauðárkróksrétt, Skagafirði, laugardaginn 6. sept. 
Selárrétt á Skaga, Skag., laugardaginn 6. sept.
Siglufjarðarrétt í Siglufirði laugardaginn 20. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag., mánudaginn 15. sept. um kl. 9.00
Skálárrrétt í Hrollleifsdal, Skag., laugardaginn 13. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag., laugardaginn 6. sept.
Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf., föstudaginn 12. sept.
Staðarrétt í Skagafirði, sunnudaginn 7. sept.
Selnesrétt á Skaga, Skag., laugardaginn 6. sept.
Stíflurétt í Fljótum, Skag.,  föstudaginn 12. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal, sunnudaginn 14. sept um kl. 12.00
Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. laugardaginn 13. sept.
Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyf., laugardaginn 13. sept.
Þórustaðarétt á Moldhaugnahálsi, Eyf., laugardaginn 13. sept.
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf., sunnudaginn 7. sept. um kl. 10.00
Þverárrétt í Öxnadal, Eyf., mánudaginn 15. sept. 
 
Norðausturland
Álandstungurétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði, mánudaginn 15. sept. um kl. 8.00
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing., sunnudaginn 31. ágúst
Dalsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði, laugardaginn 13. sept. um kl. 8.00
Dálkstaðarétt á Svalbarðsströnd, S.-Þing., Upplýsingar bárust ekki
Garðsrétt í Þistilfirði, sunnudaginn 7. sept. um kl. 10.00
Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing., laugardaginn 13. sept., um kl. 15.00
Gunnarsstaðarétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði, laugardaginn 13. sept. um kl. 8.00
Hallgilsstaðarétt á Langanesi, laugardaginn 20. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing., sunnudaginn 7. sept.
Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing., sunnudaginn 14. sept. um kl. 10.00
Hvammsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði, laugardaginn 13. sept. um kl. 8.00
Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing., sunnudaginn 7. sept.
Katastaðarétt í Núpasveit, N-þing., Upplýsingar bárust ekki
Leirhafnarrétt í Núpasveit, N-Þing., Upplýsingar bárust ekki
Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing., sunnudaginn 14. sept.
Mánárrétt á Tjörnesi, sunnudaginn 14. sept.
Miðfjarðarnesrétt á Langanesi, laugardaginn 13. sept.
Mýrarrétt í Bárðardal, S.-Þing., laugardaginn 6. sept. um kl. 8.00
Ósrétt á Langanesi, föstudaginn 19. sept.
Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N.-Þing., Upplýsingar bárust ekki
Skógarrétt í Reykjahverfi, S-Þing., laugardaginn 13. sept. um kl. 14.00
Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing., sunnudaginn 14. sept. um kl. 10.00
Tungugerðisrétt á Tjörnesi, laugardaginn 13. sept.
Tungurétt í Öxarfirði, N.-Þing., Upplýsingar bárust ekki
Tunguselsrétt á Langanesi, föstudaginn 12. sept.
Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, S-Þing., laugardaginn 13. sept. um kl. 17.00
 
Austurland
Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl., laugardaginn 20. sept. um kl. 13.00
Teigsrétt, Vopnafirði, sunnudaginn 7. sept. um kl. 13.00
 
Suðausturland
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft., laugardaginn 13. sept. um kl. 9.00
Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft., laugardaginn 13. sept. 
Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft., laugardaginn 6. sept. um kl. 9.00
 
Suðurland
Austur-Landeyjaréttir við Miðey, Rang.,  sunnudaginn 21. sept.
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn.,  sunnudaginn 21. sept. um kl. 17.00
Fjallrétt við Þórólfsfell, Rang., mánudaginn 15. sept. 
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang.,  sunnudaginn 21. sept.
Grafningsrétt í Grafningi, Árn., mánudaginn 22. sept. um kl. 10.00
Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang., sunnudaginn 14. sept. um kl. 10.00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn., laugardaginn 20. sept. um kl. 15.00
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn., föstudaginn 12. sept. um kl. 10.00
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn., laugardaginn 20. sept. um kl. 14.00
Landréttir við Áfangagil, Rang., fimmtudaginn 25. sept. um kl. 12.00
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum, laugardaginn 20. sept. um kl. 11.00
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn., laugardaginn 13. sept. um kl. 09.00
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum, Rang., sunnudaginn 21. sept.
Selvogsrétt í Selvogi, Árn., sunnudaginn 21. sept. um kl. 9.00
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn., föstudaginn 12. sept. um kl. 11.00
Tungnaréttir í Biskupstungum, laugardaginn 13. sept. um kl. 9.00
Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti, Rang., sunnudaginn 21. sept.
Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang., sunnudaginn 14. sept. um kl. 10.00
Ölfusréttir í Ölfusi, Árn., mánudaginn 22. sept. um kl. 14.00
 

 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...