Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vísindamaður skoðar japanska flotkví sem rak á land í Washingtonríki í Bandaríkjunum.
Vísindamaður skoðar japanska flotkví sem rak á land í Washingtonríki í Bandaríkjunum.
Mynd / Washington State Fish and Wildlife Department
Fréttir 16. október 2017

Fjöldi lífvera ferðaðist með plasti og öðru drasli 4.350 mílna leið til Bandaríkjanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ári eftir jarðskjálftann mikla sem varð í hafinu austan við Japan 2011 og skóp gríðarmikla flóðbylgju fór japanskt brak að reka á fjörur á vesturströnd Bandaríkjanna í 4.350 mílna fjarlægð. 
 
Margvíslegt brak rak á haf út eftir flóðbylgjuna sem m.a. stórskemmdi kjarnorkuver í Fukushima. Þar skoluðust líka geislavirk efni í sjóinn og hafa menn því verið að skoða hvort ýmislegt brak sem berst upp í fjörur í Bandaríkjunum kunni að vera geislavirkt. Greint var frá þessu á vefsíðu Popular Science í síðustu viku. 
 
Grjótkrabbi er meðal framandi ásækinna lífvera sem hreiðrað hafa um sig við Ísland.
 
Samkvæmt nýlegri úttekt Science er talið að plast sem skolaðist til sjávar nemi um 4,8 milljónum tonna auk annars braks eins og timburs sem eyðist með tímanum. Plastið rekur nú um Kyrrahafið ásamt öðru braki frá Japan í eins konar ruslaeyjum og á þeim og við þær þrífst lífríki sem á uppruna sinn í Japan. 
 
Flotkví í braki í bandarískum fjörum
 
Meðal þess sem rekið hefur á fjörur undanfarin ár í Oregon og víðar í Bandaríkjunum er margvíslegt plastdrasl, og stór steinsteypt 188 tonna flotkví fyrir fiskibáta. Flotkvíar af þessari gerð eru mjög vel hannaðar og innihalda m.a. þanplast sem eykur flothæfni þeirra og eru þær sagðar ósökkvanlegar. Þá er plastið í þeim hannað til að endast lengi og þola vel áhrif sólarljóss. 
 
Japönsk yfirvöld lögðu fram um 5 milljónir dollara til NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) til að fjármagna hreinsun á braki af strönd Bandaríkjanna. Þar er þó aðeins um að ræða hreinsun á litlu broti af öllu því sem skolaðist til sjávar í Japan í flóðinu. 
 
Áfast flotkvínni voru lífverur eins og skeljar, ormar, asískur fjörukrabbi og í henni og við hana voru ýmsar framandi fisktegundir. Óttast vísindamenn að þessar framandi tegundir geti ógnað og breytt lífríkinu við vesturströnd Bandaríkjanna og á strandsvæðum víðar við Kyrrahaf. Reynt hefur verið að hreinsa allt brak og lífverur sem finnast úr fjörum í Washington og Oregon jafnóðum, en eigi að síður sleppa fjölmörg sjávardýr. Haft er eftir James Charlton, sjávarlíffræðingi hjá Williams-Mystic, að um 300 aðkomnar tegundir hafi fundist á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Segist hann fullviss um að fjölmargar fleiri tegundir hafi komið án þess að hafa uppgötvast. 
 
Dæmi um mikil áhrif aðfluttra lífvera
 
Charlton segir ómögulegt að segja til um hvort þessar lífverur muni hafa neikvæð áhrif á lífríkið á vesturströnd Bandaríkjanna. Menn hafi þó dæmi um slíkt. Í Oregon uppgötvuðu vísindamenn æta Wakame sjávarþörunga sem voru að yfirtaka lífkerfið í San Francisco-flóa fyrir nokkrum árum. Þessir þörungar eru mikið notaðir í matargerð í Japan og Kína. Voru kafarar fengnir til að uppræta þörungana í flóanum 2009. Þá uppgötvuðu menn líka aðkomna litríka Norður-Kyrrahafs sæstjörnu (krossfisk) við strönd Tasmaníu. Þessi lífvera er mjög gráðug og þurftarfrek og er sögð hafa leitt til þess að fiskiðnaðurinn í Tasmaníu hafi tapað sem nemur einum milljarði dollara. 
 
Dæmi um aðkomin sjávardýr í íslensku lífríki
 
Þess má geta að Íslendingar hafa orðið varir við slíkar innrásir framandi sjávarlífvera á undanförnum árum. Má þar t.d. nefna grjótkrabba sem á sér enga náttúrulega óvini hér við land og breiðist nú hratt út. Hann er sagður éta allt sem að kjafti kemur og þykir mjög góður til átu. Þessi krabbategund er ættuð frá Bandaríkjunum og telja sumir að hún hafi borist hingað með kjölvatni flutningaskipa. Þá má líka nefna Kyrrahafs-hnúðlax eða bleiklax sem mjög hefur orðið vart í íslenskum laxveiðiám um allt land í sumar, laxveiðimönnum til mikils ama. 
Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...