Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fjósið á Stóru Mörk III stækkað
Fréttir 11. nóvember 2014

Fjósið á Stóru Mörk III stækkað

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Framkvæmdirnar ganga ágætlega og ég á von á að nýbyggingin, sem er 200 fermetrar, verði reist í næstu viku,“ segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum, sem rekur kúabú ásamt eiginkonu sinni og tengdafjölskyldu.

„Viðbótin felst aðallega í að setja upp nýja bása en við erum þegar með tvo mjaltaróbóta og góða fóðrunaraðstöðu.“

Eins og er erum við með 100 kýr en þær verða milli 120 og 130 eftir að framkvæmdunum lýkur. Nýju básarnir eru 40 og stærri en almennt gerist í íslenskum fjósum til þess að gripirnir hafi meira pláss.“

Eyvindur segir að þrátt fyrir að básarnir séu rýmri en reglur gera ráð fyrir eigi hann ekki von á að það verði farið að flytja inn stærra kúakyn til landsins á næstu árum. „Persónulega hefði ég ekkert á móti því en er ekki bjartsýnn á að það gerist á næstu árum.“

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...