Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Fljótsdalsstöð kemur vel út í nýju sjálfbærnimati sem nú er opið til umsagnar. Myndin er úr hverflasal stöðvarinnar í Valþjófsstaðarfjalli þegar stöðin var í byggingu. Fljótsdalsstöð var vígð síðla árs 2007.
Fljótsdalsstöð kemur vel út í nýju sjálfbærnimati sem nú er opið til umsagnar. Myndin er úr hverflasal stöðvarinnar í Valþjófsstaðarfjalli þegar stöðin var í byggingu. Fljótsdalsstöð var vígð síðla árs 2007.
Mynd / sá
Fréttir 31. janúar 2025

Fljótsdalsstöð í sjálfbærnimati

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sjálfbærnimat fyrir Fljótsdalsstöð í Fljótsdal er nú í opnu umsagnarferli.

Fljótsdalsstöð fór á nýliðnu ári gegnum úttekt Samtaka um sjálfbæra vatnsorku (e. The Hydropower Sustainability Alliance) samkvæmt sjálfbærnistaðli vatnsaflsvirkjana.

Staðallinn (e. Hydropower Sustainability Standard) er alþjóðlegur og setur, skv. tilkynningu Landsvirkjunar, sjálfbærniviðmið fyrir vatnsaflsvirkjanir þar sem aðaláherslan er á umhverfi, samfélag og stjórnarhætti. Segir jafnframt að fjölmargir hagaðilar á Austurlandi hafi verið fengnir í viðtöl vegna úttektarinnar. Meðal þess sem skoðað var í úttektinni var stjórnun á sjálfbærnimálum, kolefnisspor rekstrarins, starfsmannamál, eftirlit með jarðvegsrofi og vatnsgæðum, samskipti við nærsamfélag og áætlun í málefnum sem tengjast loftslagsbreytingum.

Að mestu jákvæðar niðurstöður

Almennt virðast drög að matsskýrslu þeirri sem nú er í opnu umsagnarferli skila jákvæðum niðurstöðum í öllum þáttum og virkjunin talin hafa rennt styrkum stoðum undir byggð og atvinnulíf. Sjálfbærniframmistaða sé afar góð. Það sem standi út af sé að fólkið sem búi neðan við virkjunina og eigi veiðirétt í Lagarfljóti beri enn skarðan hlut frá borði hvað varðar þann þátt í lífsafkomu þess, vegna breytinga á Fljótinu með tilkomu virkjunarinnar. Svifaur í Lagarfljóti sé viðvarandi vandamál.

Nefnt er að ekki hafi tekist að uppfylla eina af ýtrari kröfum: set sé vandamál vegna lekavatns úr aðgöngum og flutnings milli vatnasviða.

Ýmis tækifæri

Fram kemur að takmarkanir í raforkuflutningskerfinu á Íslandi hindri Fljótsdalsstöð og Kárahnjúkavirkjun í að hagræða og hámarka starfsemi sína að fullu auk þess sem þær takmarki sveigjanleika til aðlögunar að framtíðarbreytingum. Þess er og getið að vannýtt tækifæri séu í stjórnun vistkerfa á svæðinu og ná megi auknum verndunarárangri með betri samhæfingu stofnana, ríkisfyrirtækja og hagaðila. Þá er bent á að auka megi sýnileika virkjunarinnar fyrir gesti og miðla sögu hennar og ávinningi.

The Hydropower Sustainability Alliance er alþjóðleg og óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þar sem saman koma fulltrúar vatnsaflsgeirans, stjórnvalda, samfélags- og umhverfissamtaka og fjármálastofnana til þess að vinna að framgangi sjálfbærrar vinnslu vatnsafls.

Niðurstöður matsins fyrir Fljótsdalsstöð eru í opnu umsagnarferli til 10. mars næstkomandi. Hagaðilar, jafnt sem almenningur, geta komið með athugasemdir og ábendingar. Matsskýrslan er aðgengileg á vef Landsvirkjunar.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...