Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fölsuð vottorð notuð til að villa fyrir uppruna lax
Fréttir 21. nóvember 2014

Fölsuð vottorð notuð til að villa fyrir uppruna lax

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur staðfest, það sem kom fram á vef Bændablaðsins í gær, að síðustu mánuði hafi fölsuð vottorð verið notuð til að flytja lax af Evrópska efnahagssvæðinu til Rússlands undir merjum íslensk eða íslenskara sjávarútvegsfyrirtækja.

“Í ljós hefur komið fölsun á vottorðum sem framvísað hefur verið á síðustu mánuðum við innflutning á laxi við landamæri Rússlands. Vörunum fylgdu vottorð sem gáfu til kynna að laxinn væri frá Íslandi og framleiddur af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Matvælastofnun hefur fengið tvö vottorð til skoðunar og hefur staðfest gagnvart rússneskum yfirvöldum að þau eru fölsuð.

Á þessu stigi málsins er óljóst frá hvaða ríki eða framleiðanda þessar vörur koma, en Matvælastofnun og systurstofnun hennar í Rússlandi munu áfram vinna að því að afla frekari upplýsinga. Ekkert hefur komið fram sem tengir íslensk fyrirtæki við fölsun þessara vottorða.

Um er að ræða sendingar af eldislaxi til Rússlands í haust og hafa sumar þeirra komið til skoðunar á landamærastöðvum þar á síðustu dögum. Á fölsuð heilbrigðisvottorð sem hafa fylgt vörunum er skráð heiti Matvælastofnunar ásamt samþykkisnúmeri og heiti íslenskra fyrirtækja. Vottorðin sem um ræðir eru ekki í samræmi við samþykkt heilbrigðisvottorð Matvælastofnunar og voru ekki gefin út af henni. Hlutaðeigandi fyrirtæki hafa einnig staðfest að þau framleiða ekki eða flytja út lax til Rússlands.”
 

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...