Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Food and fun hefst á morgun
Fréttir 25. febrúar 2014

Food and fun hefst á morgun

Matarhátíðin Food and fun 2014 hefst á morgun. Hátíðin er nú haldin í 13. sinn og taka 18 veitingahús þátt að þessu sinni.

Matreiðslumeistararnir sem starfa á veitingahúsunum hafa allir skapað sér sess á stjörnuhimni veitingahúsageirans. Þeir hafa allir sett saman einn matseðil fyrir alla dagana, frá 26. febrúar til 2. mars og verður sama verð á matseðlum allra staðanna, eða 7.990 krónur. Réttirnir sem eru innifaldir í því verði eru yfirleitt fjórir til fimm.

Hápunktur hátíðarinnar er kokkakeppni Food and fun sem fer fram í Norðurljósasal Hörpu að lokinni setningarathöfn Búnaðarþings þann 1. mars. Dagana fram að lokakeppninni verður dómnefnd að störfum og velur þrjá bestu matreiðslumennina til að leiða saman hesta sína í Hörpu. Hægt verður að fylgjast með þeim þar að störfum og á sama tíma verða veitingahúsin 18 með matarkynningu og bjóða gestum upp á fjölbreytta rétti úr sínum eldhúsum.

Á sama tíma stendur ljúfmetisverslunin Búrið fyrir matarmarkaði í Hörpunni. Matarmarkaðir Búrsins hafa á undanförnum árum orðið æ vinsælli viðburðir og er skemmst að minnast jólamarkaðar Búrsins í Hörpu í desember síðastliðnum, en hann sóttu um 16 þúsund manns til að kaupa sér mat beint frá frumframleiðendum.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...