Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveinn Margeirsson hefur starfað sem forstjóri Matís síðustu átta ár.
Sveinn Margeirsson hefur starfað sem forstjóri Matís síðustu átta ár.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. desember 2018

Forstjóra Matís sagt upp störfum

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf. Þetta var tilkynnt á vef fyrirtækisins fyrr í dag með stuttri fréttatilkynningu frá stjórn. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins var Sveini sagt upp störfum og gert að hætta strax. Ástæðan er sögð trúnaðarbrestur á milli stjórnar og forstjóra. Á starfsmannafundi, sem haldinn var í Matís í dag, voru starfsmönnum ekki gefnar upp aðrar ástæður uppsagnarinnar þrátt fyrir ítrekaðar spurningar.

Sveinn Margeirsson og starfsfólk Matís var í fréttum í byrjun október þegar bændur á bænum Birkihlíð í Skagafirði slátruðu lömbum heima. Framkvæmdin var í samræmi við verklag sem Matís hefur lagt til að gildi um örsláturhús en er ólöglegt. Sveinn og hans fólk seldi síðan kjötafurðir af lömbunum á bændamarkaði á Hofsósi. Um miðjan nóvember kom fram að Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á tiltækinu. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er ekki talið að þetta mál eitt og sér sé ástæða uppsagnarinnar.

Í tilkynningu frá stjórn, sem birt er á vef Matís, er Sveini þakkað framlag hans til félagsins og rakið að undir hans stjórn og með aðkomu öflugs starfsfólks, hugviti þeirra og þekkingu, hafi Matís vaxið.

Oddur Már Gunnarsson er starfandi forstjóri frá og með deginum í dag. Hann hefur starfað hjá Matís frá árinu 2008 sem forstöðumaður viðskiptaþróunar. Sjöfn Sigurgísladóttir, sem áður var forstjóri Matís, er núverandi stjórnarformaður. Með henni í stjórn eru Arnar Árnason, Drífa Kristín Sigurðardóttir, Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Sigmundur Einar Ófeigsson, Sigrún Traustadóttir og Sindri Sigurðsson. 

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Matís er 100% í eigu ríkissjóðs en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fer með eignarhlut ríkisins í félaginu.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...