Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Frábær árangur kjötiðnaðarmanna SS á Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna
Fréttir 16. apríl 2014

Frábær árangur kjötiðnaðarmanna SS á Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði stóðu kjötiðnaðarmenn SS sig vel í glæsilegri Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í lok mars. Auk þeirra meistara sem þar var getið sérstaklega með sín gullverðlaun vakti athygli að það voru hvorki fleiri né færri en fimm kjötiðnaðarmenn SS sem hlutu verðlaun í Fagkeppni MFK. 
 
Þetta voru þeir Hrafn Magnússon, Steinar Þórarinsson, Björgvin Bjarnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson og Jón Þorsteinsson sendu samtals 19 vörur inn í keppnina. Hlutu þeir fjórtán gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Því hlutu 90% innsendra vara verðlaun og þar af 75% gullverðlaun. Auk þess féllu í þeirra skaut fimm sérverðlaun auk hins eftirsótta titils Kjötmeistara Íslands, sem Jón Þorsteinsson vann með 250 stigum eða fullu húsi stiga, en það hefur ekki gerst fyrr í sögu keppninnar. 
 
Í keppnina í heild bárust 143 vörur og hlutu 111 þeirra verðlaun eða 78%. Gullverðlaun hlutu 35% innsendra vara, 29% silfurverðlaun og 13% bronsverðlaun. Á þessu má sjá að árangur SS manna er einstakur. 
 
Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd til dómarahóps, sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum. Hver keppandi má senda inn allt að 10 vörur til keppninnar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig. Dómarar leita síðan að öllum hugsanlegum göllum. Við hvern galla sem finnst, fækkar stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur haft gull-, silfur-, eða bronsverðlaun. 
Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að hafa 49-50 stig og vera nánast gallalaus. Til þess að fá silfurverðlaun þarf varan að hafa 46-48 stig og má aðeins vera með lítilsháttar galla. Til þess að fá bronsverðlaun þarf varan að hafa 42 til 45 stig. 
 
Árangur einstakra manna er sem hér segir: 
 
Jón Þorsteinsson 
Kjötmeistari Íslands fullt hús stiga 250 stig. 
Athyglisverðasta nýjung keppninnar. Salami camemberti 
Besta vara unnin úr hrossa- eða folaldakjöti Salami camemberti 
Besta hráverkaða varan Salami camemberti.
Besta vara unnin úr svínakjöti. Grísa Rillette 
Átta gullverðlaun. Hangikjet, Sölpylsur, Katalónskar Bratwurstpylsur, Grísa Rillette, 
Hreindýra lifrarkæfa, Salami Camemberti, Bolabiti og purupopp 
Ein silfurverðlaun. Bökuð nautalifrarkæfa 
 
Steinar Þórarinsson 
Besta varan unnin úr alifuglakjöti. Lifrarkæfa með jarðarberjahlaupi. 
Fern gullverðlaun: Lifrarkæfa með jarðarberjahlaupi, Lifrarpylsa, Blóðpylsa með jarðarberjakeim og Grafið grísafile. 
 
Hrafn Magnússon 
Ein silfurverðlaun. Púrtvíns salamí 
 
Björgvin Bjarnason 
Tvenn gullverðlaun. Lamba spægipylsa og Veiðipylsa 
 
Bjarki Freyr Sigurjónsson 
Ein bronsverðlaun Chili stubbar 
 
Daníel Ingi Hrafnsson kjötiðnaðarnemi tók þátt í sérstakri nemakeppni í matvælagreinum. Þar var ekki raðað nema í fyrsta sæti, en hann stóð sig með miklum ágætum og fékk að launum viðurkenningu keppninnar. Ljóst er að þessi árangur kjötiðnaðarmanna SS er mjög athyglisverður og mikill heiður fyrir fyrirtækið að hafa slíka fagmenn innanborðs.
Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...