Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá setningu aðalfundar Lanssambands sauðfjárbænda 2015
Frá setningu aðalfundar Lanssambands sauðfjárbænda 2015
Fréttir 26. mars 2015

Framleiðsla kindakjöts árið 2014 rúm 10 þúsund tonn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í skýrslu stjórnar Landssambands sauðfjárbænda segir meðal annars að heildarsala kindakjöts innanlands árið 2014 hafi verið 6.590 tonn sem er 33 tonnum minna en 2012.  Neysla  á mann varð 20,2 kíló á árinu sem er 200 gramma samdráttur frá 2013.  Verð í smásölu lækkaði um 2,1% á árinu. Það jafngildir 4% lækkun raunverðs þar sem að ársverðbólgan var 1,9%.  

Heildarsala var ársins var 10.031 tonn samanborið við 9.416 tonn árið 2013, sem er 6,5% aukning, eða 615 tonn í magni talið. Þar af seldust 6.590 tonn á innanlandsmarkaði 2014 samanborið við 6.623 tonn árið 2013. Birgðir í árslok voru 5.972 tonn sem er 108 tonnum minna en í árslok 2013 (-1,8%).

Framleiðsla ársins varð 10.100 tonn alls sem er svipað og heildarsalan.  2013 var hún 9.892 tonn og var aukningin því 2,1%.

Enginn innflutningur á kindakjöti
Innanlandsmarkaður breyttist því lítið árið 2014 eins og árið á undan. Kjötmarkaðurinn í heild ber nokkurn keim af því að innflutningur á nánast öllu öðru kjöti en kindakjöti hefur vaxið verulega, einkanlega nautakjöti en þess gætir líka í svína- og alifuglakjöti. Enginn innflutningur hefur þó verið á kindakjöti, þrátt fyrir að hann sé heimill og tollkvótum fyrir kindakjöt hafi verið úthlutað.

Verðið erlendis er einfaldlega ekki samkeppnisfært við verðið hér innanlands. Verðlagning kindakjöts tekur þó mið af öðru kjöti á markaði svo aukinn innflutningur hefur líka áhrif á það þó með óbeinum hætti sé.

Nokkrar áhyggjur hafa verið uppi um að lambakjöt nái ekki nægilega vel til sívaxandi fjölda ferðamanna.  Erfitt er að mæla neyslu ferðamanna á einstökum vörutegundum en skv. könnunum er meðallengd dvalar ferðamanna hér 10 dagar og miðað við ferðamannafjöldann  árið 2014 jafngildir það því að um 27 þúsund fleiri íbúar byggju hér allt árið. 

Útflutningsverðmæti um 3,1 milljarður króna
Nokkrar breytingar urðu á mörkuðum árið 2014. FOB verð á kjöti lækkaði um tæp 6%. Mest er það vegna sterkara gengi krónunnar. Gærur lækkuðu um 5% þó að hækkanir undanfarinna ára hafi fjarri því gengið til baka. FOB verð á gærum var tæplega 3,6 sinnum hærra í íslenskum krónum en 2009.

Útflutningsverðmæti alls var rúmur 3,1 milljarður króna sem er um 400 milljónum minna en árið 2013, en áþekk tala og 2012. Þrír fjórðu verðmætisins voru vegna kjöts og kjötafurða, 13,2% eru gærur og afgangurinn ull og ullarvörur. Rúm 76% verðmætisins komu frá Evrópu en mikilvægust einstöku löndin eru utan ESB, Noregur, Færeyjar og Rússland.  Noregur er verðmætasta einstaka landið, en svo koma Hong Kong (Kína) og Bandaríkin.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...