Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt.
Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt.
Mynd / VH
Fréttaskýring 1. mars 2022

Áhrif hlýnunar á íslenska þorskstofninn

Höfundur: Guðjón Einarsson

Sagan sýnir að hlýnun hafsvæð­anna umhverfis Ísland getur haft mikil áhrif á útbreiðslu og framleiðni íslenska þorsk­stofnsins.

Að einhverju leyti hafa slík áhrif komið fram við þær hlýju aðstæður sem nú ríkja á Íslandsmiðum, a.m.k. að því er varðar aukinn lífmassa og langlífi einstaklinga, en það tengist því einnig að veiðiálag hefur ekki verið minna í meira en hálfa öld, segir í áðurnefndri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Þó er bent á að þrátt fyrir að stækkandi hrygningarstofni og víðari aldursdreifingu hafi fylgt aukin þorskgengd á helstu hrygn­ingar­svæðum undanfarin 15 ár og fjöldi 1 árs þorsks hafi aukist samfara því, hafi það ekki skilað sér í stórum árgöngum í veiðistofni.

Þótt hækkandi sjávarhiti á Íslandsmiðum geti í sumum tilfellum haft áhrif á vaxtarhraða og nýliðun, geti einnig komið fram neikvæð áhrif þegar magn helstu fæðu þorsks, þ.e. loðnu og rækju sem eru kaldsjávartegundir, minnkar.

Stærri fiskurinn étur þann smáa

Þá er vikið að því í skýrslunni að dánartíðni yngstu árganga þorsks af völdum afráns sé líklega mest þegar stofn afræningja (þ.e. stærri fiska sem éta minni fiska) sé stór, fæðuframboð afræningja lítið og vöxtur þorskungviðis hægur. Afránstíðni minnkar með aukinni stærð bráðarinnar og hægvaxta ungviði er því lengur að komast úr “afránsglugganum” eins og það er orðað.

Einnig eykur hærri sjávarhiti orkuþörf afræningja sem gæti aukið afránstíðni á ungþorski. Undanfarin 15 ár virðast að­stæður á Íslandsmiðum hafa stuðlað að hlutfallslega mikl­um náttúrulegum afföllum af ungþorski (1-3 ára). Seiði hafa verið smá, stofn helsta afræningjans (þorsks) verið stór og hitastig hátt. Þessir þættir geta takmarkað nýliðun og vöxt þorskstofnsins en hlutfallsleg áhrif þeirra eru ekki þekkt, segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...