Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Orka sjávar óbeisluð
Fréttaskýring 19. október 2023

Orka sjávar óbeisluð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Engin verkefni eru í gangi á vegum stjórnvalda varðandi nýtingu sjávarorku hér við land.

Í lok mánaðarins er væntanleg skýrsla starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um m.a. möguleika í sjávarfallavirkjunum.

Sjávarorka er hrein, endurnýjanleg og sjálfbær auðlind. Hún er stórlega vannýtt og eru í henni miklir möguleikar til að mæta vaxandi alþjóðlegri þörf fyrir orku til framtíðar. Beislun sjávarorku er þó enn á byrjunarstigi og magn aflsins sem framleitt hefur verið fram til þessa fremur lítið.

Örfáir aðilar hafa á undanförnum árum kannað, svo einhverju nemi, kosti þess að nýta sjávarorku við Ísland, einkum við Vestfirði. Að því er best er vitað eru öll þau verkefni í hægagangi eða út af borðinu. Eitt íslenskt frumkvöðlafyrirtæki hefur unnið að þróun hægstraumshverfla frá árinu 2008. Kallað er eftir að stjórnvöld móti stefnu um að þau ætli að skoða sjávarorkunýtingu sem framtíðarvalkost í orkuöflun, líkt og flest þróuð lönd gera nú. Einnig að hafnar verði fyrir alvöru rannsóknir á þeirri gríðarlegu orkulind sem sjórinn umhverfis landið er. Lauslegur samanburður við nágrannalönd bendir til að heildarorka sjávarfalla gæti verið allt að 337 TWst/ári.

Sjá fréttaskýringu á bls. 20–23. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...