Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum
Fréttir 16. apríl 2014

Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við duttum heldur betur í lukkupottinn því bormenn Ræktunarsamband Flóa og Skeiða voru að finna hjá okkur um hundrað gráðu heitt vatn, sem er að gefa okkur 20 til 25 sekúndulítra. Þetta er frábært og mun m.a. nýtast okkur í ferðaþjónustu, ræktun og fleira og fleira hér á jörðinni og í næsta nágrenni,“ segir Gunnar Skaptason, athafnamaður og einn eigenda Bergstaða í Biskupstungum.
 
Þetta er í fyrsta skipti sem heitt vatn finnst á þessum stað í Biskupstungum, eða í eystri tungunni svonefndri við Tungufljótið. Vatnið fannst á 972 metra dýpi.
 
„Hér hefur verið talað um að bora eftir heitu vatni síðustu fjörutíu ár en það hefur aldrei neinn þorað fyrr en núna. Ég vil þakka Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi og starfsmönnum bordeildar Ræktunarsambands Flóa og Skeiða fyrir þeirra vinnu, allir þessir aðilar hafa staðið sig frábærlega í þessari vinnu,“ bætti Gunnar við. 
Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...