Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf.		/HKr.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf. /HKr.
Fréttir 3. apríl 2014

Fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Egill Sigurðsson, stjórnar­formaður Auðhumlu svf., lýsti því yfir á aðalfundi Landssambands kúabænda síðasta föstudag að félagið muni greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk árið 2015. Er um mikið fagnaðarefni fyrir kúabændur að ræða enda var orðum Egils fagnað á fundinum.

Má setja yfirlýsingu Egils í samhengi við að í ræðu Sigurður Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrr á fundinum velti ráðherrann upp hvort kvóti í mjólk væri ekki orðinn hamlandi fyrir framleiðsluaukningu og taldi hann eðlilegt að taka núverandi kerfi til endurskoðunar þegar núverandi búnaðarsamningar rynnu út. Á uppboðsmarkaði með greiðslumark í mjólk sem fór fram nú 1. apríl síðastliðinn var sáralítil eftirspurn eftir kvóta en aðeins tvö gild tilboð um kaup bárust. Kemur það ekki á óvart miðað við þá stöðu sem uppi er, ekki síst í ljósi þess að greitt verði fullt verð fyrir alla innvegna mjólk.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...