Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf.		/HKr.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu svf. /HKr.
Fréttir 3. apríl 2014

Fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Egill Sigurðsson, stjórnar­formaður Auðhumlu svf., lýsti því yfir á aðalfundi Landssambands kúabænda síðasta föstudag að félagið muni greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk árið 2015. Er um mikið fagnaðarefni fyrir kúabændur að ræða enda var orðum Egils fagnað á fundinum.

Má setja yfirlýsingu Egils í samhengi við að í ræðu Sigurður Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrr á fundinum velti ráðherrann upp hvort kvóti í mjólk væri ekki orðinn hamlandi fyrir framleiðsluaukningu og taldi hann eðlilegt að taka núverandi kerfi til endurskoðunar þegar núverandi búnaðarsamningar rynnu út. Á uppboðsmarkaði með greiðslumark í mjólk sem fór fram nú 1. apríl síðastliðinn var sáralítil eftirspurn eftir kvóta en aðeins tvö gild tilboð um kaup bárust. Kemur það ekki á óvart miðað við þá stöðu sem uppi er, ekki síst í ljósi þess að greitt verði fullt verð fyrir alla innvegna mjólk.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...