Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fyrsta íslenska viskíinu tappað  á flöskur fljótlega
Fréttir 7. nóvember 2014

Fyrsta íslenska viskíinu tappað á flöskur fljótlega

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eimverk framleiðir viskí og gin úr íslensku byggi og fleiri jurtum sem bæði eru ræktaðar og vaxa villtar í náttúrunni. Útflutningur á gininu hófst í vor og er það flutt til nokkurra landa. Átöppun á viskíi hefst í smáum stíl innan nokkurra daga.

„Ginið, sem kallast Vor, er búið að vera í sölu frá því í maí á þessu ári og við erum með dreifingaraðila í nokkrum löndum. Viskíframleiðslan tekur aftur á móti lengri tíma en ég á von á að sala á því hefjist seinna á árinu,“ segir Haraldur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverk ehf. í Garðabæ.

Framleiðslugetan aukin á næsta ári

„Framleiðslugeta fyrirtækisins er samanlagt um 50.000 lítrar af gin og viskí á ári en í dag erum við að selja nokkur bretti á mánuði og það eru 500 til 1.000 lítrar af gini á hverju bretti. Miðað við eftirspurnina í dag eru sex mánuðir í að framleiðslugetan verði fullnýtt og að við þurfum að auka hana töluvert á næsta ári.

Í dag er ginið flutt til Danmerkur, Þýskalands, Ítalíu og Hong Kong og það fer í dreifingu í Bandaríkjunum um áramótin.“

500 viskíflöskur á mánuði

Að sögn Haraldar hefst átöppun á viskíinu, sem kallast Flóki, í nóvember en framan af verður ekki nema um 500 flöskur á mánuði að ræða, og verður það selt í gegnum sömu dreifingaraðila og ginið.

„Þetta er fyrsta íslenska viskíið sem kemur á markað og því talsverð eftirvænting eftir því.“

Ginið bragðbætt með íslenskum plöntum

Haraldur segir að þeir noti um 30 tonn af íslensku byggi í framleiðsluna miðað við núverandi framleiðslu.

„Við fáum lífrænt bygg frá Vallarnesi og ætli það fari ekki kíló af því í hvern lítra af viskíi og gini. Auk þess kaupum við talsvert af öðrum plöntum í framleiðsluna eins og einiber, grænkál, rabarbara, krækiber, hvannarrót, fjallagrös og einnig þara. Þessar plöntur eru notaðar til að bragðbæta ginið og ná því sem við viljum meina að sé séríslenskt bragð. Ginið er þríeimað og eru jurtirnar soðnar með við þriðju eimingu.“

Tvöfalt gull í San Francisco

„Blandan hefur fengið frábæra dóma erlendis og í vor fékk ginið tvöföld gullverðlaun á San Francisco World Spirits Competition í Bandaríkjunum. Tvöfalt gull þýðir að allir dómararnir gáfu gininu hæstu mögulegu einkunn í blinduprófi. Auk þess sem ginið okkar er víða á listum á netinu skráð sem eitt af tíu bestu ginunum í heimi.

Ginið er ekki ósvipað gini sem er framleitt í Skotlandi en auk viskís framleiða Skotar mikið af bragðmiklu gini,“ segir Haraldur Þorkelsson hjá Eimverk að lokum.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...