Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fyrstu verðskrár birtar
Fréttir 13. ágúst 2014

Fyrstu verðskrár birtar

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Sauðfjárslátrun hófst hjá sláturhúsi KVH á Hvammstanga síðastliðinn mánudag. Á sjöunda hundrað fjár var þá slátrað til að útvega kjöt í sendingar til Whole Foods verslananna í Bandaríkjunum. Áfram verður slátrað næstu tvo mánudaga á Hvammstanga en regluleg slátrun hefst þar í fyrstu viku september.

Þá gaf SKVH út verðskrá í gær fyrir slátrun haustsins. Fljótt á litið virðist verðskráin vera óbreytt frá fyrra ári að viðbættri þeirri 15 króna uppbót á kíló sem SKVH og KS greiddu út fyrr á þessu ári. Verðskráin mun einnig gilda fyrir KS en þar hefst slátrun í fyrstu viku septetmber.

Aðrir sláturleyfishafar hafa ekki gefið út verðskrár en búast má við þeim öllum um eða eftir helgi. Í samtölum við forsvarsmenn sláturleyfishafa kemur fram að reikna má með því að verðskrár verði á svipuðu róli og sú sem SKVH kynnti í gær. Flestir hinna sláturleyfishafanna munu hefja slátrun strax upp úr mánaðamótum utan SS sem hyggjast slátra 20. ágúst, 27. ágúst, 3. og 4. september og hefja svo reglulega slátrun 10. september.

Hér má nálgast verðskrá SKVH og KS.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...