Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gæs í eplakaramellu og maltbjór
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 4. nóvember 2016

Gæs í eplakaramellu og maltbjór

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Nú er sá árstími þegar matgæðingar fara að gefa villibráðinni gaum. 
 
Það hentar einkar vel að leggja gæsabringur í kryddlög sem samanstendur af eplakaramellu, dökkum maltbjór og beikoni. 
 
Gæs í eplakaramellu og maltbjór
  • 1,2 kg gæsabringur
  • 5 epli
  • 1 lítil seljurót
  • 200 g saltað beikon 
  • 5 greinar af rósmarín
  • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 stór skallotlaukur, sneiddur
  • 3 bollar eplasafi
  • Einn dökkur maltbjór eða (maltöl) 
  • salt og pipar 
  • smá sítrónusafi
  • ólífuolía
  • Eplakaramella
  • 1,75 dl eplaedik  
  • 100 g af sykri
Aðferð
  1. Byrjið á að gera eplakaramellu. Bræðið sykur á pönnu eða í potti þangað til hann er orðinn að karamellu. Hellið ediki út í og látið sjóða þar til karamellan hefur verið leyst upp og orðin að sírópi.
  2. Brúnið gæsina á pönnu og setjið í poka gerðum úr álpappír eða ofnfast fat með loki, ásamt skornum eplum og sellerírót – sem búið er að taka hýðið af og skera gróft. Beikonið fer einnig með, eplaedikssírópið og smá bjór (eða maltöl).
  3. Eldið við 63 gráður í 30 mínútur. Kælið og brúnið fyrir framreiðslu.Geymið og blandið saman með smá majónes og framreiðið á góðu rúgbrauði með peru- og hvítkálsrem­úlaði (sjá hér að neðan).
  4. Taka má beikon úr eldunarfatinu og djúpsteikja til að fá mulning ofan á gæsina.
  5. Berið fram á remúlaðinu, þunnt skorið með ferskum perum sem líka eru þunnt skornar – ásamt kryddjurtum að eigin vali.
     
Peru- og hvítkálsremúlaði
  • Smá sjávarsalt
  • 4 msk. perumauk
  • 2 msk. sinnep 
  • 1 msk. eplaedik
  • 1 msk. repjuolía eða önnur góð olía ( komin flott olía í sérverslanir með íslenskri repjuolíu)
  • ferskur malaður pipar
  • 1 ferskt grænkál, hvítkál eða annað meinhollt kál
  • Majónes
 
Aðferð
 
Takið kálið og skerið í einn sinnum einn sentimetra teninga. Náið upp suðu í saltvatni og eldið teningana í 3–4 mínútur. Kryddið kálteningana á meðan þeir eru heitir, með peru­mauki, sinnepi, ediki, olíu, salti og pipar. Blandið grænkáli saman við rétt áður en þið framreiðið með gæsinni.
 
Hér eru nokkrir eftiréttir sem eru í uppáhaldi, hægt er að skreyta með muldum Oreo-kökum, berjum eða jafnvel marengstoppunum úr síðasta Bændablaði (sjá á bbl.is).
Svo má nota kökukruðerí sem hægt er að mylja úr smákökum eða svampbotnum.
 
Ofureinföld súkkulaðimús 
  • 200 g rjómi 
  • 200 g súkkulaði 
  • 300 ml léttþeyttur rjómi 
Einfaldara er ekki hægt að gera lúxus súkkulaðimús á nokkrum mínútum.
 
Aðferð
 
Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða í vatnsbaði. Það ætti að vera um 40–45 gráður.
Volgum rjóma bætt við í smáum skömmtum og hrært kröftuglega eftir hverja bunu.
Svo er léttþéttum rjóma bætt varlega í. Berið fram í glösum.
 
 
Skyrfrauð með ferskum bláberjum 
 
Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með ýmsum berjum, til dæmis bláberjum. 
  • 250 g skyr
  • 50 g sykur
  • 1 vanillustöng (líka hægt að nota vanilluskyr)
  • 50 ml rjómi eða mjólk til að leysa upp matarlímið
  • 2 stk. matarlímblöð
  • 200 ml þeyttur rjómi
Aðferð
Leggðu matarlímið í kalt vatnsbað í smá stund. Settu 50 ml af mjólkinni (eða rjóma), vanillu og sykurinn í pott og hitaðu. Taktu pottinn af hitanum, settu matarlímið út í og hrærðu þar til það er leyst upp.Hrærðu saman skyrið og afganginn af þeytta rjómanum og blandaðu varlega saman við rjómann. Bættu matarlíminu saman við yfir smá hita og setjið í ílát eftir smekk. Framreiðið með ferskum bláberjum (gott er að gera bláberjasósu í örbylgjuofninum með ögn af sykri eða hunangi). 
 
Vanillubúðingur með sýrðum rjóma 
  • 250 ml rjómi 
  • 200 g sykur 
  • 2 stk. matarlímsblöð 
  • 250 ml sýrður rjómi 
  • ½ tsk. vanilludropar eða korn úr 1 vanillustöng 
  • 1 askja fersk ber
Fyrir 4–6 
 
Í þennan einfalda eftirrétt væri tilvalið að nota haustuppskeruna, nýtínd íslensk bláber eða krækiber – en nú er berjatíminn liðinn og erlend ber henta líka vel. Einnig má nota frosin ber en þá þarf að sía safann frá, sem rennur úr þeim þegar þau þiðna. 
 
Aðferð
  1. Leggðu matarlímið í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur. 
  2. Settu rjóma, sykur og vanillukorn í pott og hitaðu að suðu. Taktu pottinn af hitanum og bræddu matarlímið í rjómanum. Láttu rjómablönduna standa í 10 mínútur.
  3. Hrærðu sýrðum rjóma saman við og helltu blöndunni í lítil glös.
  4. Kældu í minnst eina klukkustund eða þar til búðingarnir eru orðnir stífir.
  5. Dreifðu berjum yfir og berðu fram.
  6. Gott er að nota ávaxtamauk og matarlím til að búa til froðu fyrir rjómasprautu. Þá þarf að hita hluta af saftinni til að leysa upp matarlímið og nota 3–4 blöð fyrir einn lítra af sigtuðum vökva. Til dæmis safa af berjum eða góða saft. Notist svo eins og þeyttur rjómi.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...