Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Garðyrkjubændur gerðu sér glaðan dag
Líf og starf 7. desember 2015

Garðyrkjubændur gerðu sér glaðan dag

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessu ári eru liðin 60 ár frá stofnun Sambands garðyrkjubænda. Af því tilefni komu félagar og gestir þeirra saman til fundar og hátíðarhalda þann 20. nóvember síðastliðinn.

Dagskráin hófst fyrir hádegi í Reykholti í Biskupstungum með heimsókn í garðyrkjustöðvarnar Gufuhlíð, Friðheima og Espiflöt þar sem gestgjafar kynntu starfsemi sína og buðu veitingar. Yfir 80 manns mættu enda áhugverðar kynningar í boði.

Að loknum heimsóknum lá leiðin að Flúðum þar sem gengið var til fundar.  Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Sambands garðyrkjubænda, kynntu stöðu mála í viðræðum um gerð búvörusamninga. 

Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, flutti félagsmönnum hugvekju um garðyrkjuafurðir og gæðamatseld. Magnús Á. Ágústsson og Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fóru yfir ýmsa faglega þætti garðyrkjunnar.

Á fundinum kom fram að á fjölmennustu garðyrkjustöðvum landsins starfa um 30 manns þegar mest er og því mikil umsvif í þessari vaxandi atvinnugrein.

Hápunktur fundarins var frumsýning á heimildakvikmynd um íslenska garðyrkju sem Sambandið lét gera í samstarfi við Profilm og Guðríði Helgadóttur í tilefni afmælisins. Myndin hefur verið sýnd í Ríkissjónvarpinu og er aðgengileg öllum í Sarpinum. 

Um kvöldið bauð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upp á fordrykk og í framhaldinu var hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...