Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Geitabóndinn Lovísa nýr formaður Beint frá býli
Mynd / smh
Fréttir 10. október 2019

Geitabóndinn Lovísa nýr formaður Beint frá býli

Höfundur: smh

Á aðalfundi Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, síðastliðið vor var geitabóndinn Lovísa Rósa Bjarnadóttir á Háhól í Hornafirði kjörin formaður. Hún tekur við af Petrínu Þórunni Jónsdóttur, svínabónda í Laxárdal.

Nýja stjórn skipa auk Lovísu, þau Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir gjaldkeri og Hafdís Sturlaugsdóttir ritari. Í varastjórn eru Sigrún Helga Indriðadóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson.

Lovísa Rósa Bjarnadóttir.

Vinna sjálf allt sitt kjöt

Háhóll í Hornafirði er í um fjóra kílómetra frá þéttbýlinu Höfn. Lovísa Rósa er gift Jóni Kjartanssyni og eiga þau þrjá syni. „Við höfum búið með geitur frá því 2012 og í dag erum við með um 70 geitur veturfóðraðar. Kjöt frá okkur er hægt að nálgast beint frá okkar býli, en einnig höfum við selt í gegnum REKO og verið á matarmörkuðum. Við vinnum allt okkar kjöt sjálf, en við höfum aðgang að kjötvinnslu hér í sveitinni þar sem við úrbeinum, vinnum kjötið og pökkum. Einnig höfum við framleitt geitasápur og selt sútað geitaskinn, stökur.

Eðlilega eru 70 geitur ekki fullt starf, en við eigum og rekum fyrirtækið Rósaberg ehf. sem er í jarðvinnuverktöku og steypuframleiðslu,“ segir Lovísa.

Hefur margvíslega reynslu af félagsstörfum

„Ég kem alveg ný inn í stjórnina og hlakka mikið til að vinna þar að málefnum félagsins. Ég hef reynslu af ýmiss konar félags­starfi sem ég vonast til að muni nýtast mér vel í þeim verkefnum sem fram undan eru.

Embættið leggst vel í mig og ég hlakka til að starfa með félaginu. Það eru mörg spennandi verk­efni fram undan; meðal annars er unnið að endur­nýjun og uppfærslu á vef félags­ins, unnið er í afsláttarmálum fyrir félaga auk þess sem kynningarefni er í vinnslu. Við viljum gera gæðamerki félagsins meira áberandi fyrir neytendur og hvetja til aukinnar heimavinnslu og -sölu og gera rekjanleika vörunnar hátt undir höfði.“

Samvinna við félag smáframleiðenda

Að sögn Lovísu hefur þarfagreining verið unnin fyrir félagið og nú sé verið að forgangs­raða atriðunum sem þar komu fram. „Mörg verkefni komu fram í þarfa­grein­ing­unni sem mögulega verður hægt að vinna sameigin­lega með ný­stofnuðu fél­agi smá­fram­leið­enda [Samtök smá­fram­leið­­enda matvæla] og ég held að það geti orðið fleiri samlegðar­áhrif þar á milli. Til dæmis þau málefni sem snúa að stjórn­völdum, breytingar og útfærslur á reglu­gerðum sem eiga við um smærri framleiðendur. Stjórn mun kynna það fyrir félagsmönnum sínum á næstu vikum og leggja svo fyrir á næsta aðalfundi hvort Beint frá býli muni gerast aðili að nýju samtökunum.

Þetta er svona það helsta sem er fram undan hjá okkur og svo auðvitað að efla félagið innan frá og tengslanetið innan félagsins,“ segir Lovísa. 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...