Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Geitabóndinn Lovísa nýr formaður Beint frá býli
Mynd / smh
Fréttir 10. október 2019

Geitabóndinn Lovísa nýr formaður Beint frá býli

Höfundur: smh

Á aðalfundi Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, síðastliðið vor var geitabóndinn Lovísa Rósa Bjarnadóttir á Háhól í Hornafirði kjörin formaður. Hún tekur við af Petrínu Þórunni Jónsdóttur, svínabónda í Laxárdal.

Nýja stjórn skipa auk Lovísu, þau Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir gjaldkeri og Hafdís Sturlaugsdóttir ritari. Í varastjórn eru Sigrún Helga Indriðadóttir og Guðmundur Jón Guðmundsson.

Lovísa Rósa Bjarnadóttir.

Vinna sjálf allt sitt kjöt

Háhóll í Hornafirði er í um fjóra kílómetra frá þéttbýlinu Höfn. Lovísa Rósa er gift Jóni Kjartanssyni og eiga þau þrjá syni. „Við höfum búið með geitur frá því 2012 og í dag erum við með um 70 geitur veturfóðraðar. Kjöt frá okkur er hægt að nálgast beint frá okkar býli, en einnig höfum við selt í gegnum REKO og verið á matarmörkuðum. Við vinnum allt okkar kjöt sjálf, en við höfum aðgang að kjötvinnslu hér í sveitinni þar sem við úrbeinum, vinnum kjötið og pökkum. Einnig höfum við framleitt geitasápur og selt sútað geitaskinn, stökur.

Eðlilega eru 70 geitur ekki fullt starf, en við eigum og rekum fyrirtækið Rósaberg ehf. sem er í jarðvinnuverktöku og steypuframleiðslu,“ segir Lovísa.

Hefur margvíslega reynslu af félagsstörfum

„Ég kem alveg ný inn í stjórnina og hlakka mikið til að vinna þar að málefnum félagsins. Ég hef reynslu af ýmiss konar félags­starfi sem ég vonast til að muni nýtast mér vel í þeim verkefnum sem fram undan eru.

Embættið leggst vel í mig og ég hlakka til að starfa með félaginu. Það eru mörg spennandi verk­efni fram undan; meðal annars er unnið að endur­nýjun og uppfærslu á vef félags­ins, unnið er í afsláttarmálum fyrir félaga auk þess sem kynningarefni er í vinnslu. Við viljum gera gæðamerki félagsins meira áberandi fyrir neytendur og hvetja til aukinnar heimavinnslu og -sölu og gera rekjanleika vörunnar hátt undir höfði.“

Samvinna við félag smáframleiðenda

Að sögn Lovísu hefur þarfagreining verið unnin fyrir félagið og nú sé verið að forgangs­raða atriðunum sem þar komu fram. „Mörg verkefni komu fram í þarfa­grein­ing­unni sem mögulega verður hægt að vinna sameigin­lega með ný­stofnuðu fél­agi smá­fram­leið­enda [Samtök smá­fram­leið­­enda matvæla] og ég held að það geti orðið fleiri samlegðar­áhrif þar á milli. Til dæmis þau málefni sem snúa að stjórn­völdum, breytingar og útfærslur á reglu­gerðum sem eiga við um smærri framleiðendur. Stjórn mun kynna það fyrir félagsmönnum sínum á næstu vikum og leggja svo fyrir á næsta aðalfundi hvort Beint frá býli muni gerast aðili að nýju samtökunum.

Þetta er svona það helsta sem er fram undan hjá okkur og svo auðvitað að efla félagið innan frá og tengslanetið innan félagsins,“ segir Lovísa. 

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...