Gildi menningarlandslags
Samtök ferðaþjónustunnar ásamt samtökum og fyrirtækjum í landbúnaði standa fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 16. sept. nk. þar sem gildi menningarlandslags verður í brennidepli. Þar verður fjallað um samspil atvinnuvega við þróun sveitamenningar og sjálfbærrar ferðaþjónustu. Meðal fyrirlesara er Katrina Rönningen prófessor við Háskólann í Þrándheimi en hún mun lýsa sýn Norðmanna á þýðingu menningarlandslags.
Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá sig hér.
Dagskrá
Ávarp: Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála
Erindi:
Sýn Norðmanna á þýðingu menningarlandslags
Katrina Rönningen, rannsóknarprófessor við Háskólann í Þrándheimi
Sauðfjárrækt og ferðaþjónusta
Hjalti Jóhannesson, aðstoðarforstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri
Ferðaþjónustubóndinn og sveitamenningin
Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Félags ferðaþjónustubænda
Lokaorð: Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda
Fundarstjóri: Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Fundarstaður: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík.
Fundartími: Föstudag 16. september nk. kl. 08:30 – 10:30
Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.