Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Góð berjaspretta fyrir norðan og austan en lakari á Vesturlandi
Fréttir 20. ágúst 2014

Góð berjaspretta fyrir norðan og austan en lakari á Vesturlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Berjaspretta er mjög góð á Norður- og Austurlandi en minni á Vesturlandi, að sögn Sveins R. Haukssonar, læknis og áhugamanns um ber og berjatínslu.

„Berjatínsla er raunar hafin bæði fyrir norðan og austan og á það við um allar venjulegar tegundir sem flestir eru að sækjast eftir, eins og aðalbláber, bláber og krækiber.“

Þrátt fyrir að sprettan sé lakari á Vesturlandi en fyrir norðan og austan er samt víða ber að fá í nágrenni við höfuðborgina, eins og í Esjunni, í fjallendi uppi af Hvalfirði, í Svínadal og á Draghálsi. Ég ráðlegg fólki á Vesturlandi að bíða þar til um næstu mánaðamót með að fara í berjamó langi það að tína eitthvað að gagni.“

Sveinn segir að sólarleysið á Vesturlandi í sumar sé helsta ástæðan fyrir lakri berjasprettu í ár. „Berjaspretta fyrir sunnan og vestan var líka fremur léleg á síðasta ári. Maí á þessu ári var reyndar mjög góður og það er líklega helsta ástæða þess að þar vaxa á annað borð ber í ár. Þeim sem langar virkilega að komast í góð ber er því ráðlegast að fara austur eða norður og tína þar með öðrum sem tilheyra berjatínsluhreyfingunni.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...