Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Góð spretta en talsvert af korni brotið vegna slagveðurs
Fréttir 15. október 2014

Góð spretta en talsvert af korni brotið vegna slagveðurs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kornvöxtur hefur verið góður á Suðurlandi í sumar enda vorið gott og sumarið hlýtt. Hvassviðrið og rigningin í lok september og byrjum október hafa tafið fyrir þreskingu.

Flestir hafa náð einhverju korni í hús en er þó talsvert óslegið og sums staðar hefur korn brotnað vegna hvassveðurs.

„Ég byrjaði að þreskja 17. ágúst og er búinn að slá korn á 40 hekturum og á ekki nema 10 eftir. Sprettan í sumar er mjög góð og ég þarf nokkra góða daga til viðbótar til að ná restinni í hús. Síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og ég því ekki komist til að klára sláttinn,“ segir Ólafur Eggertsson, kornræktandi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.

Kornið gott að gæðum

Ólafur segist vera kominn með um 100 tonn af korni í hús og að það séu um 20 tonn eftir úti á akri. „Eitthvað hefur laskast í vætunni undanfarið en kornið í ár er mun þroskaðra og þéttara í sér en á síðasta ári vegna hlýindanna í sumar. Kornið spíraði vel í vor og sprettan var góð í allt sumar á þessu svæði.“


Ólafur sáir tveimur kvæmum af tveggja raða byggi, kría og fillipa. Krían er öll kominní hús en fillipa en úti.

„Ég á ekki von á öðru en að allt korn sem menn eiga eftir að ná verði mjög gott að gæðum,“ segir Ólafur.

Talsvert af korni brotið

Óli Kristinn Ottósson á Eystra Seljalandi var búinn að búin að slá 50 hektara af 100 þegar Bændablaðið náði tali af honum. Hann segir að talsvert af korni hafi brotnað vegna slagveðursins í lok september og byrjun október.

„Það hefur gengið hálf illa hjá mér að ná korninu inn undanfarið en mér skilst að það eigi að rofa til og ég þarf ekki nema tvo eða þrjá daga til að ná restinni. Sprettan í sumar er mjög góð og talsvert betri en á síðasta ári og ég hefði líklega fengið metuppskeru hefði veðrið ekki leikið okkur svona grátt undanfarið.


Uppskeran leit því mjög vel út þar til slagviðrið skall á. Ég rækta eingöngu fillipa og hef verið að fá um þrjú tonn af hektara en það verður eitthvað minna af þeim 50 sem ég á eftir að slá. Sem betur fer er byggið sem ég á eftir í sandjörð og því ekki eins erfitt að slá það og hjá þeim sem eru með það í moldarjarðvegi sem heldur vel vatni og því mjög blautur núna.

Fillipa gefur mesta hálminn og ég sel hann til Flúðasveppa sem nota hann í sína ræktun,“ sagir Óli Kr. Ottósson.

Kornið blautt

„Við vorum búnir að ná um 100 tonnum af korni í hús af 35 hekturum áður en vætutíðin í september hófst,“ segir Björgvin Þór Harðarson í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við eigum eftir að þreskja um 210 hektara af byggi, nepju og hveiti. Vöxtur í sumar hefur verið mjög góður en það sem tefur okkur er hversu kornið er blautt og því dýrt að þurrka það. Kornið er aðeins farið að brotna en ekki mikið sem betur fer. Landið hjá okkur er þokkalega þurrt og því lítið mál að byrja að þreskja um leið og kornið nær að þorna. Okkur duga tvær góðar vikur til að klára og ná öllu í hús.“

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...