Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Góður traktor gulli betri
Fréttir 24. júlí 2014

Góður traktor gulli betri

Þegar rækta á skóg er gott að eiga góðan traktor og hann þarf hvorki að vera 200 hestöfl eða glænýr úr kassanum. Þetta veit Þorvaldur Böðvarsson, skógarbóndi á Grund II í Vestur-Hópi, sem keyrir öllum sínum plöntum út í skógræktarsvæðið á forláta Massey Ferguson 35x, trúlega árgerð 1964.

Traktorinn er á tvöföldum dekkjum að aftan, sem gerir hann stöðugan og eykur flotið. Tvöföldunin nýtist vel á skógarslóðunum á vorin sem eru oft blautir og illir yfirferðar og einnig þegar þarf að hossast um móana við girðingaviðhald. Þorvaldur nýtir traktorinn líka til slóðagerðar um skógræktarlandið. Við það verk er settur tætari aftan í traktorinn og tönnin að framan á virkar vel til að leggja nýjar slóðir og laga þá eldri.

Skógrækt hófst á Grund II árið 2009 og árlega hefur Þorvaldur sett niður á bilinu 9.000–15.000 plöntur með aðstoð góðra manna. Þetta kemur fram á vefnum skogarbondi.is. 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...