Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir, grænmetisbóndi á Flúðum.
Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir, grænmetisbóndi á Flúðum.
Fréttir 19. ágúst 2014

Grænkál kemur best út en verri horfur eru með geymsluhvítkál

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sólarleysi og rigningar það sem af er sumri gera það að verkum að jarðvegur er víða kaldur og erfiður í vinnslu. Uppskera útigrænmetis er með minna móti á Flúðum enda garðar sums staðar vatnsósa. Áframhaldið ræðst af tíðinni næstu vikur.

„Við erum eingöngu með útiræktað grænmeti og sumarið er búið að vera ansi blautt það sem af er og útlitið með margar tegundir mætti vera betra,“ segir Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir, grænmetisbóndi á Flúðum.

Gengur best í sendnum jarðvegi

„Grænkál og sumarhvítkál er að koma best út og rauðkálið sleppur líklega fyrir horn en annað vex verr. Verst líst mér á horfurnar með blómkál og geymsluhvítkálið.“ Sigrún segir ástandið svipað hjá öðrum ræktendum á sínu svæði en þó misjafnt eftir jarðveginum sem ræktað er í. „Vætan hefur minni áhrif hjá þeim sem rækta í sendnum jarðvegi en meiri hjá þeim sem eru í mýrlendi eins og ég.“

Sigrún ræktar grænmeti á um það bil tíu hekturum og mest af því er hvítkál sem hún setur í kæligeymslu eftir uppskeru og selur yfir vetrartímann. „Ég rækta talsvert af rauðkáli, spergilkáli, kínakáli, blómkáli og grænkáli þannig að þetta er svona bland í poka.

Ég á von á talsverðum afföllum af geymsluhvítkáli en á eftir að sjá hvað það verður mikið þegar upp er staðið enda seinsprottnara afbrigði en sumarhvítkálið.“

Vantar sól

Sigrún segir að júlí hafi verið einstakleg blautur í ár og uppskeran minni en á sama tíma í fyrra. „Lofthiti í ár er hærri en í fyrra en sólskinsstundir færi og sólarleysið er greinlega að draga úr vexti. Við plöntuðum út upp úr miðjum maí og aðeins farinn að taka grænkál, sumarhvítkál, kína- og spergilkál og núna allra síðast blómkál.“

Garðar víða á floti

„Ég á ekki von á öðru en að uppskeran bjargist að einhverju leiti ef það fer að þorna en garðarnir eru nánast á floti víða og plönturnar hreinlega að drukkna á köflum. Jarðvegurinn er kaldur í vætutíð og það dregur úr vexti en arfinn dafnar aftur á móti vel.

Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu vikum og vona að það rigni minna. Bleytan gerir alla vinnu við uppskeruna erfiðar, maður sekkur í hverju skrefi og traktorinn kemst varla áfram,“ segir Sigrún að lokum

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...