Greiða uppbót á lambakjöt
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa tilkynnt að innleggjendur þeirra fái greidda 15 króna uppbót á hvert innlagt kíló af lambakjöti árið 2013.
Þetta þýðir að meðalverð til bænda fyrir lambakjöt innlagt hjá fyrirtækjunum 2013 hækkar um áðurnefndar 15 krónur og verður 598 krónur á kíló í stað 583 króna. Ekki er greidd uppbót á annað kindakjöt.
Greiðslan hefur enn fremur þau áhrif að meðalverð lambakjöts til bænda á landinu öllu hækkar úr 585 krónum á kíló í 590 krónur.