Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hækkun lágmarksverðs
Fréttir 16. janúar 2024

Hækkun lágmarksverðs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lágmarksverð fyrir 1. flokks mjólk til bænda hækkaði 1. janúar um 2,25 prósent. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara hækkar sömuleiðis um 1,60 prósent.

Rafn Bergsson. Mynd/ÁL

Það er verðlagsnefnd búvara sem tekur ákvörðun um slíkar verðbreytingar og í rökstuðningi hennar fyrir þessum hækkunum segir að verðhækkun til bænda sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í september og tók gildi í október 2023. Gjaldaliðir hafi á þeim tíma hækkað um 2,25 prósent og því hækkar verð til bænda úr 129,76 krónum á lítrann í 132,68 krónur á lítrann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar þannig um það sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, situr í verðlagsnefnd búvara og segir að vissulega muni um þessar hækkanir.

„Þær duga þó ekki til að koma á móts við þær gríðarlegu vaxtahækkanir sem hafa orðið undanfarið. Enda er fjármagnskostnaður verulega vanáætlaður í núverandi verðlagsgrunni.

Upphaflega átti vinnu við nýjan grunn að ljúka í desember en það hefur tafist og nú er áætlað að ljúka vinnunni í lok febrúar.“

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...