Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hækkun lágmarksverðs
Fréttir 16. janúar 2024

Hækkun lágmarksverðs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lágmarksverð fyrir 1. flokks mjólk til bænda hækkaði 1. janúar um 2,25 prósent. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara hækkar sömuleiðis um 1,60 prósent.

Rafn Bergsson. Mynd/ÁL

Það er verðlagsnefnd búvara sem tekur ákvörðun um slíkar verðbreytingar og í rökstuðningi hennar fyrir þessum hækkunum segir að verðhækkun til bænda sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í september og tók gildi í október 2023. Gjaldaliðir hafi á þeim tíma hækkað um 2,25 prósent og því hækkar verð til bænda úr 129,76 krónum á lítrann í 132,68 krónur á lítrann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar þannig um það sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, situr í verðlagsnefnd búvara og segir að vissulega muni um þessar hækkanir.

„Þær duga þó ekki til að koma á móts við þær gríðarlegu vaxtahækkanir sem hafa orðið undanfarið. Enda er fjármagnskostnaður verulega vanáætlaður í núverandi verðlagsgrunni.

Upphaflega átti vinnu við nýjan grunn að ljúka í desember en það hefur tafist og nú er áætlað að ljúka vinnunni í lok febrúar.“

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...