Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hækkun lágmarksverðs
Fréttir 16. janúar 2024

Hækkun lágmarksverðs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lágmarksverð fyrir 1. flokks mjólk til bænda hækkaði 1. janúar um 2,25 prósent. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara hækkar sömuleiðis um 1,60 prósent.

Rafn Bergsson. Mynd/ÁL

Það er verðlagsnefnd búvara sem tekur ákvörðun um slíkar verðbreytingar og í rökstuðningi hennar fyrir þessum hækkunum segir að verðhækkun til bænda sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í september og tók gildi í október 2023. Gjaldaliðir hafi á þeim tíma hækkað um 2,25 prósent og því hækkar verð til bænda úr 129,76 krónum á lítrann í 132,68 krónur á lítrann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkar þannig um það sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar.

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, situr í verðlagsnefnd búvara og segir að vissulega muni um þessar hækkanir.

„Þær duga þó ekki til að koma á móts við þær gríðarlegu vaxtahækkanir sem hafa orðið undanfarið. Enda er fjármagnskostnaður verulega vanáætlaður í núverandi verðlagsgrunni.

Upphaflega átti vinnu við nýjan grunn að ljúka í desember en það hefur tafist og nú er áætlað að ljúka vinnunni í lok febrúar.“

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...