Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hart deilt um ásetningshlutfall
Fréttir 16. apríl 2014

Hart deilt um ásetningshlutfall

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Hart var tekist á um ásetningshlutfall sauðfjár á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) sem stóð yfir dagana 3. til 4. mars síðastliðna. Á aðalfundi samtakanna á síðasta ári var samþykkt tillaga um að ásetningshlutfallið myndi hækka í áföngum til ársins 2016 og standa þá í 0,75. Fundurinn nú breytti um kúrs og samþykkti með allra minnsta mun, einu atkvæði, að ásetningshlutfall skyldi vera 0,65 í ár og út samningstíma búvörusamnings í sauðfjárrækt.

Greiðslumark lögbýlis er tiltekinn fjöldi ærgilda sem veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði. Beingreiðsla er tiltekin fjárhæð sem skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra. Framkvæmdanefnd búvörusamninga gerir tillögu um ásetningshlutfall til ráðherra sem aftur ákvarðar um hlutfallið. Í samræmi við ályktun aðalfundar LS í fyrra tók ráðherra þá ákvörðun að hækka hlutfallið á þessu ári úr 0,60 í 0,65. Til að fá óskertar beingreiðslur þurfa handhafar þeirra því að eiga að lágmarki 65 vetrarfóðraðar kindur fyrir hver 100 ærgildi greiðslumarks lögbýlis. Búist var við því að það hlutfall yrði hækkað á næsta ári í 70 vetrarfóðraðar kindur.

Breytt um kúrs

Nú hefur aðalfundurinn hins vegar breytt um stefnu, eins og áður segir. Hart var deilt um málið á fundinum og voru röksemdir þeirra sem vildu að ásetningshlutfallið héldist í 0,65 ekki síst þau að birgðir af lambakjöti væru nú talsverðar og ekki ástæða til að hvetja til frekari framleiðslu. Á móti sögðu aðrir fundarmenn að ótækt væri að hringla með ályktanir af þessu tagi milli funda, sem og að tækifæri væri í meiri framleiðslu. Athyglisvert var þó að heyra orð Sigurðar Þórs Guðmundssonar sem sagði að ásetningshlutfallið væri orðið marklaust sökum þess búfjáreftirlitsmenn teldu fé ekki lengur.

Mjótt á mununum

Greidd voru atkvæði um tillöguna með nafnakalli sem fáheyrt er að viðhaft sé aðalfundum LS. Fór svo að 20 samþykktu að ásetningshlutfall skyldi vera 0,65 út samningstímann, 19 voru á móti og 7 sátu hjá eða greiddu ekki atkvæði. Svo sem áður er nefnt er það ekki fundarins að ákveða ásetningshlutfallið heldur ráðherra að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga. Skilaboð fundarins verða hins vegar gerð framkvæmdanefndinni ljós.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...