Hefði viljað sjá betri þátttöku í Fyrirmyndarbúinu
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að landsambandið hefði viljað sjá betri þátttöku í Fyrirmyndarbúinu, enda gott og þarft verkefni þar á ferð.
„Fyrirmyndarbúið var byggt á sameiginlegri vinnu LK og Auðhumlu á sínum tíma sem Auðhumla tók svo áfram með sérstökum greiðslum til þeirra búa sem stóðust úttekt. Með þessari sameiningu undir nafninu Gæðaeftirlit Auðhumlu falla sérstakar greiðslur fyrir Fyrirmyndarbúið niður en þetta er ekki fullmótað og mér skilst að við munum sjá skýrari útfærslu í nánustu framtíð.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla bændur á öllum tímum að ástunda fyrirmyndarbúskap, hvort sem er innan slíks verkefnis eður ei.“