Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðstandendur Elds frá Torfunesi tóku við heiðursverðlaunum á Landsmóti hestamanna í sumar. Anna Fjóla Gísladóttir, einn ræktandi hans og eigandi, stendur hér við gæðinginn sem Sigurbjörn Bárðarson situr
Aðstandendur Elds frá Torfunesi tóku við heiðursverðlaunum á Landsmóti hestamanna í sumar. Anna Fjóla Gísladóttir, einn ræktandi hans og eigandi, stendur hér við gæðinginn sem Sigurbjörn Bárðarson situr
Mynd / ghp
Fréttir 5. október 2022

Heiðursverðlaunastóðhestur fluttur til Þýskalands

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Heiðursverðlaunastóðhesturinn Eldur frá Torfunesi hefur verið fluttur til Þýskalands en hann hefur átt afar góðu gengi að fagna sem afkvæmahestur hér á landi.

Eldur er undan Mætti frá Torfunesi og Eldingu frá Torfunesi og sló fyrst í gegn þegar hann varð hæstur í flokki 4 vetra stóðhesta á Landsmóti hestamanna 2011. Hann á nú 248 afkvæmi og hafa 51 þeirra hlotið kynbótadóm. Í dómsorðum heiðursverðlauna segir að Eldur gefi sterklega byggð hross með trausta og yfirvegaða lund, hross sem eru prúð í fasi og mjúkgeng reiðhross með góðan höfuðburð. Eldur fór utan þann 4. október sl. samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins.

Danir sanka að sér hátt dæmdum stóðhestum

Alls hefur 1.571 hross verið útflutt það sem af er ári. Útflutningur er minni í fyrra sem reyndist metár. Þó hefur glæðst nokkuð í haust og er talið að sumarhitinn í Evrópu hafi orðið til þess að hrossaeigendur biðu með flutning.
Einnig er rætt um að markaðurinn ytra sé nokkuð mettaður eftir gríðarlega sölu og flutning í fyrra.

Af þeim 1.571 hrossi sem flutt hafa verið út á árinu eru 703 hryssur, 232 stóðhestar og 636 geldingar. Hrossin hafa verið flutt til sextán landa, langflest til Þýskalands, eða 704 hross. Þá fóru 203 hross til Svíþjóðar, 181 til Danmerkur, 108 til Sviss, 93 til Bandaríkjanna og 82 til Austurríkis. Eitt hross fór til Írlands, fimm til Belgíu, níu til Bretlands, 14 til Ungverjalands og 16 til Færeyja.

Alls hafa 87 af útfluttu hrossunum hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi. Þeir þrír hæstdæmdu fóru allir til Danmerkur. Hæst dæmdur er Viðar frá Skör sem sló í gegn á Landsmóti hestamanna í sumar en hann er með 9,04 í aðaleinkunn. Viðar er nú í eigu Flemming Fast og Gitte Fast Lambertsen en þau eiga m.a. glæsihestinn Kveik frá Stangarlæk.

Stóðhesturinn Sólon frá Þúfum fór einnig til Danmerkur en hann er með 8,90 í aðaleinkunn kynbótadóms og keppti m.a. í A-úrslitum A-flokks á síðastliðnu Landsmóti. Brimnir frá Efri-Fitjum er einnig fluttur til Danmerkur, en hann er með 8,75 í aðaleinkunn.

Fleiri stólpagæðingar

Fleiri hæfileikasprengjur hafa yfirgefið Frón á árinu. Þar á meðal Magni frá Stuðlum (aðaleinkunn 8,56) sem fór til Þýskalands, Þristur frá Tungu (aðaleinkunn 8,54) sem einnig fór til Þýskalands, Hávaði frá Haukholtum (aðaleinkunn 8,52) og Blikar frá Fossi (aðaleinkunn 8,51) fóru til Svíþjóðar og Gígur frá Ketilsstöðum (aðaleinkunn 8,86 án skeiðs) fór til Bandaríkjanna.

Hæst dæmdu útfluttu hryssurnar eru Hreyfing frá Skipaskaga með 8,45 í aðaleinkunn, Frigg frá Torfunesi með 8,32 í aðaleinkunn og Ljósmynd frá Stekkholti með 8,31 í aðaleinkunn.

Skylt efni: útflutningur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...